
Týr ánægður hjá Rjúpunni.
Í dag fórum við Hebbi með Týr og Rjúpu í bæinn en Týr er að fara til Þýskalands og Rjúpa í tamningu.Ég stökk inn eitt augnablik að kíkja á Hringinn minn hjá Sigga Matt en hann er þar bara í dekri svei mér þá.Hann lítur vel út og er ánægður með vistina sem fer nú senn að ljúka en ég tek hann líklega heim um næstu mánaðarmót.Ég sá þarna ekkert smá flotta stóðhesta og verð að ná tali af Sigga og forvitmnast um einn alveg sérstaklega kunnuglega þvílíkt vel fextann stóðhest brúnann að lit.Kem honum ekki alveg fyrir mér en líklega er þetta einn af þessum frægu.Talandi um fræga!

Ég sá hann Töfra frá Selfossi hjá Gunnari og Krissu og var hann þarna að bíða eftir því að fara af landi brott.Ekkert smá flottur og vinalegur hestur! Auðvitað fékk ég að smella mynd af kappanum
.Og ég ætla sko ekki að þvo mér um hendurnar eftir að hafa klappað honum bless hehehehehehe.........
.

Litli sæti bíllinn minn að týnast!
Við erum hreinlega að drukkna úr snjó hérna þessa dagana.Á morgun verðum við að panta Gröfu hingað því við náum ekki traktornum út úr húsi vegna þess hve stór skafl er fyrir dyrunum.Nú og þó við náum honum út þá komumst við ekki að heyrúllustæðunni fyrir sköflum niðurfrá! Ég ætla líka að taka folald/folöld undan á morgun og klára að flokka þau hross sem eiga að fara héðan.Reiðskólahestarnir eru að fara aftur í vinnu strax eftir helgina og eru þeir búnir að hvíla sig vel og njóta þess að vera útí rúllu allan sólarhringinn.Einhver fleiri hross eru að fara og léttir það alveg rosalega á mér og kannski maður geti farið að koma sér á bak eða þó það væri ekki nema að frumvinna trippi.Það væri nú ekki leiðinlegt
.