Heimasíða Ásgarðs |
||
11.01.2007 12:56Folöld austur og sóley og Tvistur heimSíðastliðinn Mánudag fór Hebbi í bæinn til læknis en ég var heima að stússast í skepnunum.Ætlunin var að fara með tvö folöld austur og taka svo tvo hross til baka úr Reiðholtinu.Mér tókst með lagni að ná þessum tveimur folöldum um borð í hestakerruna en það var ekki auðvelt en tókst.Svo brunaði ég í bæinn en Hebbi beið þar og tók ég hann uppí inní Víðidal og svo var brunað yfir gaddfreðna Hellisheiðina.Mér var nú ekki að lítast á að ég næði fyrir myrkur að mýla þessi tvö í Reiðholtinu sem er 100 hektara hólf og ekkert aðhald.Við rétt náðum þangað áður en skollið var á niðamyrkur og vorum hrossin sem betur fer ekki langt undan en þau voru á gjafastaðnum en þau eru komin á gjöf og feit og pattaraleg eru þau! Auðvitða komu þau þegar að kellingin kallaði á þau og fyrst var hún Sóley vinkona mín og ekkert mál að seja múlinn á hana.Næst var að setja múl á Feilstjörnu en hún er orðin villt aftur og vildi sko ekki láta taka sig! Ég var svo steinhissa á þessu því hún var orðin svo mátulega spök í vor og þægileg viðureignar.Þannig að ég tók þá bara hann Tvist hans Hebba sem stóð einsog klettur og ekkert vesen á meðan hann var mýldur.Ég bað þau vinsamlegast að fara ekki langt í burtu á meðan við færum áfram á Hellu með folöldin sem biðu stillt í hestakerrunni. Þar hitti ég Huldu og Helga og mörg "ömmubörn"bæðir frá mér og svo hross sem ég átti og seldi Huldu þarámeðal aðalræktunarhryssuna þeirra hana Golu Gustdóttur frá Hóli með algjöra kynbótabombu við hlið sér hana Melkorku Þóroddsdóttur! Hver veit nema þarna leynist rakinn gæðingur og verður gaman að fylgjast með þessu folaldi enda ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að þetta verði algjör græja í framtíðinni.Það er alltaf gott koma til Huldu og Helga enda stóð ekki á bakkelsinu og heitri súpu í þessum ískulda sem var þarna fyrir austan. Næst var að fara til baka í Reiðholtið og auðvitað lentum við þar í kaffi og kökum,heimabökuð rjómaterta og brúnterta! Og hvað annað,ég "datt" í það og sleppti framaf mér beislinu og öll boð og bönn fuku útum gluggann Svo drifum við okkur útí myrkrið að athuga hvort að Tvistur og Sóley væru ekki enn að bíða og auðvitað voru þau á sama stað og ég arkaði í myrkrinu og ískulda með langa tauma til að krækja í þau.Hebbi beið uppá veginum og svo þegar að ég var að verða komin að stóðinu þá kom bíll æðandi að með ljósum og vildi bóndinn hjálpa mér að sjá í myrkrinu en í staðinn fældist stóði í allar í áttir þegar að ljósið skall á þeim! Ég baðaði út öllum öngum og ljósin voru slökkt þegar að í stað.Ég náði að kalla þau aftur til mín og krækja taumunum í þau Sóley og Tvist og enn arkaði ég af stað ísköld en sem betur fer vel klædd.Ég var að verða komin uppá veg með þessi tvö þegar að kallinn minn birtist í myrkrinu og hrossin se ég var að teyma og allt stóði hrökk í kút og tættust um allt og ég berhent með nælontauma í þeim!Þið getið rétt ýmindað ykkur hvað ég fann til ísköld á puttunum þegar að nælonið skarst í gengum puttanna á mér! Enn rölti ég af stað og náði strax henni Sóley sem teymdist einsog engill og alla leið uppá kerruna.Þar var ég með heynet fullt af heyi og dundaði hún sér við að kroppa í sig hey á meðan ég arkaði enn eina ferðina í myrkrinu að finna hann Tvist með kaðalinn á eftir sér einsog orm.Sem betur fer þá var ég búin að kenna honum að draga taum en það er alveg nauðsynlegt að það sé gert sem fyrst til að fyrirbyggja að slys verði einsog hefði getað skeð í þessu tilviki.Þarna stóð hann þessi ræfill með tauminn undir kvið og beið eftir því að ég tæki hann.Tvistur var duglegur uppá kerruna og ánægður að fá tugguna sem þar beið. Sóley og Tvistur á heimleið,smá olíustopp á Selfossi og hugað að hrossunum á kerrunni. Sóley komin heim í Ásgarð og Helga Hjálmarsdóttir að heilsa uppá hana. Daginn er farið að lengja aftur og finnur maður það á fiðurfénaðinum hér á bæ hvað hann er að hressast og vakna til lífsins.Íslensku Landnámshænurnar eru farnar að verpa 10 eggjum á dag og Fashaninn allur að lifna við.Ég var að reyna að ná myndum af Fashananum með hænurnar sínar en það var sko erfitt.Frekar styggir fuglar og ekki mikið fyrir myndatökur þó að myndalegir séu þeir.Jónas hinn grimmi óð um með látum og tók dágóðann tíma að ná þessari mynd af honum í kvennabúrinu hans. |
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is