Heimasíða Ásgarðs

29.12.2006 00:42

Gleðilega hátíð gott fólk

Þessa fínu mynd tók hún Mona en hún kom í heimsókn til okkar í gær.Hjartan sá jarpi í miðjunni er alveg við það að fara út en mér skilst að hann verði hjá okkur í viku í viðbót en þá fer hann í flug.

Við erum búin að hafa það gott yfir jólin og borðað á okkur gat vitanlega.Ég fékk alltof mikið af nammi í jólagjöf (einmitt það sem mig vantaði utaná mig:) en það er nú í lagi vegna þess að þá á ég eitthvað gott með kaffinum handa gestum og gangandi .Ég vil senda öllum þakklætiskveðjur sem sendu okkur póstkort og jólagjafir,kærar þakkir frá okkur Hebba .Og Busla þakkar líka kærlega fyrir sínar gjafir! She loves all the good stuff you sent her Íris and Sabine .

Von Ögradóttir að skoða Monu og Þrá Þristdóttir (Feti) að kíkja á bakvið.

Ég tók allt merarstóðið heim í fyrradag inní hesthús og rétt til að sjá hvernig þau hefðu staðið af sér veðrið.Allir eru í lagi en einhver kíló hafa fokið af elstu merunum en allt ungviði í lagi.Ég náði nefnilega að gefa út rúllur þegar að veðrið dúraði niður rétt fyrir jól og það hefur gert gæfumuninn að allir voru saddir og sælir en veðurbarðir eftir öll lætin.Hebbi gaf út á meðan ég tók frá tvær 18 vetra dömur og eina unga og allar með folöld undir sér og setti í sér hólf.Ein af þeim er hún Heilladís frá Galtarnesi en það var kominn tími til að venja undan henni annað folaldið eða hana Von sem missti móður sína svo snemma á lífsleiðinni.Heilladís er búin að redda henni alveg og er Von orðin stór og stæðileg miðað við að hafa misst mömmu sína og núna er komið að henni Heilladís að fá smá dekur í staðinn fyrir dugnaðinn við að mjólka tveimur folöldum í sumar og haust.

Magga að klappa Iðunni Ögradóttur sem er orðin ekkert smá stór!

Kóngur að drekka ylvolga mjólkina úr Skjónu mömmu sinni.

Flestar merarnar mjólka vel og líta vel út og er ég ekkert að taka folöldin frá þeim úr því ég er með þær svona alveg við stofugluggann hjá mér.Þær eldri þarf frekar að passa uppá einsog td Halastjörnu gömlu en ég tók hann Heljar inn um daginn og hún kallaði ekki einu sinni á hann.Skjóna mín sem var besta reiðhryssan á bænum en er núna komin í folaldaseignir vegna þess að hún slasaðist á fæti stendur sig bráðvel og mjólkar honum Kóngi Hrókssyni vel.Hann er ýkt stór og myndarlegur strákur hann Kóngur.Hann er eins skapi farinn og hann Móli Hróksson uppí húsi,ekkert nema rólyndið og ekkert haggar þeim sama hvað á dynur .

Ég fékk svo skemmtilega mynd frá Sviss að ég verð að fá að setja hana hér inn! Það er ekki algengt að sjá útlendinga ríða út í snjó með tvo til reiðar frjálsa útí náttúrunni en það gerir hún Corinne! Það vildi ég að allt liti svona fallega út á Íslandi í staðinn fyrir alla þessa rigningu og flóð.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 854
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 592031
Samtals gestir: 59668
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 11:58:41