Heimasíða Ásgarðs

23.12.2006 01:46

Vatna Jól í ár og Skipstrand

Mynd fengin að láni af hesti fyrir austan að reyna að koma sér á þurrt.

Það er ekki venjulegt veður þessa dagana á Íslandi.Ég vil kalla þetta útlenskt veður því nú eru farin að verða hérna flóð og skepnur að drukkna í tugatali.Ég hef alltaf kvartað yfir því að hafa ekki fallegan bæjarlæk hér fyrir utan húsið mitt,svo krúttlegann og niðandi.Í dag þakka ég mínu sæla fyrir að búa á Suðurnesjum þarsem er ekki mikið um ár eða læki.Nánast ekki til en ein á rennur þó undir Reykjanesbrautina við Álverið í Straumsvík og ég sagði eitt sinn við hann Hebba minn þegar að leið okkar lá yfir þessa á sem rennur undir malbikinu"Voðalega fellur hratt frá og horfði undrunar augum útum bílgluggann á fjöruna en það flæddi vatn í miklu magni niður fjöruna og útí sjó! Auðvitað var þetta áin Kaldá sem rennur nokkuð marga kílómetra undir hrauninu og streymir þarna upp í fjörunni við Álverið.

Fékk þessa að láni hjá Mogganum

Ég er með heilmiklar áhyggjur af skipinu Wilson Muuga sem er strandað fyrir utan Smiðshús á Stafsnesi.Rétt hjá er eitt af stærstu Æðarvörpum á landinu sem telur nokkur þúsunda fugla! Skipið er risastórt og næstum komið alveg uppí land! Ég ætla rétt að vona að fuglalífið með ströndinni verði ekki fyrir tjóni af völdum olíumengunar sem næði þá alla leið hingað í Ásgarðsfjöruna okkar sem er ein af fáum hvítum fjörum á landinu.Mig sem hlakkar svo til að fá Æðarkollurnar "mínar"upp í vor og vona ég svo innilega að þær verði ekki olíublautar og drepist vegna þessa strands.Enn er þetta ekki stórt í sniðum hjá okkur en við vorum hvött til að hlúa að þeim Kollum sem hér eru af sjálfum Árna Snæbjörnssyni fyrir nokkrum árum en hann bankaði hér uppá og fór með okkur í göngutúr um landið okkar og þá fundum við bara eina Kollu hér fyrir neðan veg.Þeim hefur fjölgað síðan og er gaman að telja á hverju sumri hvað eykst alltaf hjá okkur varpið.Í ár á ég von á að sjá þessar svokölluðu "mínar" Kollur en þær eru spakar því þær voru aldar hér upp eftir að mæður þeirra skiluðu sér ekki aftur á hreiðrin en þá tók ég við að unga þeim út.Við fundum eina dauða á veginum og önnur hefur líklega flogið á girðingu.En ég náði að redda flestum ungunum lifandi úr eggjunum og hér fyrir neðan eru þeir að prakkarast inní bæ!

Ungarnir sem ég tók að mér að ala upp stálust inní íbúðarhúsið einn daginn þegar að ég var að þrífa og lofta út og með græjurnar í botni!Mér fannst ég heyra einhver undarleg hljóð frammi á gangi og þetta blasti við mér hehehehehe.....

Við fórum í Reykjavíkina í dag að versla,mín var með allt á hreinu og skveraði þessu af í Kringlunni og Smáranum.Gott að skipuleggja sig heima áður en lagt er af stað og láta ekki pirrað fólk stuða sig í leit að bílastæði í Kringlunni hehehehe.....Reyndar fannst mér eitt vanta alveg í þessum jólainnkaupum.Það var alveg sama í hvaða verslun ég var að versla,það sagði ENGINN gleðileg jól!!! Þetta tíðkaðist hérna áður fyrr en ég er nú líklega orðin svona gömul og púkó að ég kann ekkert á þetta lengur .En það var nú samt mesta furða hvað allt gekk slysalaust fyrir sig í bænum þó flestir væru að flýta sér.Á morgun verður skepnunum gefið í fyrra fallinu og svo á að bruna aftur í bæinn og útbýtta pökkum og í Skötuveislu til Lillu systir! Nammi namm.........mig hlakkar sko til .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535347
Samtals gestir: 57045
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 05:42:21