
Jæja"loksins drifum við í því að smala heim jólasteikunum og tókum við 30 stykki og 2 Steggir og 8 endur fá að lifa einsog í fyrra.Rosalega eru þær þungar og fallegar í ár,reyndar kannski um of því þessa 100 metra sem þurfti til að reka þær heim þá gafst einn steggurinn upp vegna offitu og þurfti ég að bera hann restina! Það verður semsagt nóg að gera við að reyta og svíða á morgun.
Veðrið er að gera útaf við mann núna,rok og endalaus rigning.Ekkert gaman að dunda sér útivið með hrossunum sem standa bara í höm og hreyfa sig ekki.
Svo eru það Jólalögin í ár.........hélstu að ég væri að tala um þá sem óma í útvarpinu? Nei" takk það er ekki það sem ég er að tala um.Það eru nýju Jóla lögin mín sem ég setti mér í ár.
Ekki vera stressuð og standa á haus í að baka 24 sortir.
Ekki príla uppum alla skápa og veggi með tuskuna alveg óð.
Ekki senda Jólakort í ár,sendi bara öllum ástríkar Jólakveðjur í gegnum tölvuna.
Þetta eru Jólalögin mín í ár.Ég ætla hinsvegar að hafa gott að borða og sjá til þess að öll dýrin á bænum fái líka gott að borða einsog venjulega.
Jólin koma og fara alveg sama hvað maður er að stressa sig á hlutunum.
Hinsvegar verð ég alltaf voðalega spennt þegar að Áramótin koma! Þá finnst minni gaman að grilla hreindýr (ekki hann Rúdolf með rauða nefið:) og koma þeim hestum sem gætu farið sér að voða vegna flugelda inní hesthús með kveikt ljós og útvarp á en það fer nú voðalega mikið eftir því hvaða vindátt er hvort ég þarf að gera það.Reyndar eru nýir nágrannar sem kannski átta sig ekki á því að skepnur geta ærst við flugelda en þá er nú ekkert annað í stöðunni en að hringja yfir og vita hvað þeir ætla að gera! Svo á miðnætti förum við hjónakornin á rúntinn til að sjá dýrðina hjá hinum og alla þúsundkallana sprengda upp!!! Og allt frítt........
.