Heimasíða Ásgarðs

17.12.2006 23:39

Heljar,Þór og Frigg frá Ásgarði tekin undan

Þór og Heljar náfrændur voru teknir undan í dag.Halastjarna sem á hann Heljar og reyndar Hring líka er orðin gömul og lúin og ætli hún sé ekki að ganga með sitt síðasta afkvæmi núna sem er undan Hrók.Þór sem er þónokkuð yngri en Heljar hefur aldeilis stækkað og slagar í að vera jafn stór Heljari.Ég á eina meri sjálf undan Halastjörnu sem tekur við af henni en það er hún Stórstjarna Brúnblesadóttir mamma hans Þórs.

Frigg var líka tekin inn en reyndar fór Eðja mamma hennar líka inn með þessum þremur folöldum en það er bara yfir nótt á meðan þau eru að róa sig og venjast því að vera í hesthúsinu.Frigg er nú orðin svo stór að hún þarf ekkert á mömmu sinni lengur að halda.Hún er orðin svipuð veturgömlu trippi!

Boggi og Eygló komu og hjálpuðu heilmikið til og líka útí stóðhestahúsi en þar gekk allt svo fljótt fyrir sig enda 8 hendur að vinna saman í staðinn fyrir 4 .Við Eygló vorum nú reyndar að perrast smá hehehehehe........aðeins að reyna að hjálpa honum Flanka greyinu sem snerist um alla stíu á eftir kindunum og vissi ekki í hvaða fót hann átti að stíga eða hvaða kind hann ætti að reyna sig við .Aumingja Flanki var svo bara skilinn eftir í gibbu stíunni og þarf að sjá um þetta sjálfur því ég svei mér þá held að Grána sé svo feimin að hún vilji ekki láta neinn sjá hvað hún og Flanki eru að fara að gera! Enda þegar að ég kíkti aftur á þau í kvöld þá var allt með kyrrum kjörum og Flanki bara að éta hey með gibbunum sínum og var bara heilmikil ró yfir svipnum á honum,þið kannist við þennan svip stelpur ekki satt ???

Boggi og Eygló fengu að sjá þessa furðulegu hegðun á stóðhestunum að fara út á meðan stíurnar voru sagbornar og svo voru þeir rétt komnir inn þegar að þeir lögðust niður og fóru að velta sér!!! Og auðvitað voru þeir ekkert að hrista sig á eftir heldur fóru að éta voðalega fínir,allir í sagi og flottheitum! Dímon er svo rólegur og góður að hann og Glófaxi geta verið saman úti.Ekkert smá þægilegt bæði fyrir þá og mig.Dímon er alveg að fara að átta sig á því að það er heilmikil umferð í hesthúsinu og hann á ekki að vera að æsa sig yfir því að folöldin eru að fara út heldur bíða í stíunni sinni rólegur eftir því að þau komi inn aftur.Hann virðist vera svolítið líkur Hrók með það að vera folalda góður og hændust Frigg og Skinfaxa/Vænting mjög svo að honum í sumar.Frigg er td búin að æpa og hlaupa um allt síðan að Dímon var tekinn inn og er stutt í að hún fari uppí Stóðhestahús og þá geta þau séð hvort annað aftur .Meiri dúllurnar .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 831
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 592008
Samtals gestir: 59666
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 11:37:33