
Frigg og Snót saman í veðurblíðunni í dag.
Ég vaknaði ein í koti í morgun en kallinn minn fór á Jólaskrall í R.V.K með vinum sínum í Byssuvina félaginu.Ég dreif mig inná Mánagrund því í dag voru öll hross tekin af Grundinni og þar átti ég hana Snót en hún hafði eytt fyrri part sumars í Reiðskólanum þar en ég hreinlega gafst upp á því að hafa hana hjá stóðhestunum Dímon og Hrók hér heima því hún varði hinar hryssurnar með svo miklum látum fyrir þeim að ég hefði líklega ekki fengið mörg folöld næsta vor.Þá lá beinast við að lána honum Jóni Gísla hana og svo fór hún á Mánabeitina frítt að launum fyrir sumarvinnuna.Hún kom feit og pattaraleg af Grundinni og meira að segja smá hárlos á henni! Grundin er svo vel á borin og sterk að hrossin þar eru hreint út sagt spikuð og ekki verður gaman fyrir þá sem ætla að fara á bak á allra næstu dögum að koma hnakk á þau
.
Ég lenti í svaka vöffluveislu í hesthúsinu hjá Höllu og Mumma og var mér ekki hleypt út fyrren ég var búin að innbyrða vöfflu með alvöru þeyttum rjóma! Nammi namm......takk kærlega fyrir mig
.Högni er kominn alveg á fullt að járna og heilmikil vertíð framundan hjá honum.Hann reif undan Snótinni og lagaði til á henni hófana en ég hafði ekki gefið mér tíma til að rífa undan henni blessaðri skamm skamm á mig!
Ég fór í hesthúsið hjá Friðbirni og Eymundi til að fá mál af stíubreydd á stóðhestastíunni þar.Núna standa málin þannig hjá okkur að við verðum að halda áfram að smíða stíur og líklega verða þær 1.90 á breidd og dýptin er tæpir 4 metrar.Við erum að pæla í að fá menn í verkið og ef þið vitið um einhverja góða smiði og suðumann þá endilega bendið okkur á þá! Ásgarðsfolöldin verða tekin inn í heimahesthúsið á morgun og verða að vera þar á meðan við erum ekki búin að gera klárt uppí stóðhesta/folalda húsi.Mér leiðist að nota heimahesthúsið undir folöldin því þar er allt steypt og ég verð að handmoka á hverjum degi og dugar það samt ekki til að þau haldist hrein.