Það skeði svo mikið í gær að ég nenni varla að blogga um það! Ég gat ekki einu sinni haft cameruna á mér en það helsta var að hrossin hennar Möggu skiluðu sér heil og á höldnu frá Katanesi og alla leið í Ásgarðinn í gær með honum Val sem var alveg til í að skutlast eftir þeim en ég treysti mér ekki vegna þess hve veðrið var lúmskt hvað varðaði hálku.Enda voru pollarnir hér í Ásgarði frosnir eina mínútuna en þiðnir þá næstu.Hættulegt færi með hestakerru,en ég hreyfi hana ekki þegar að svona hálka og bleyta er á víxl.
Grétar kom með kerru seinna um daginn og tók merfolaldið hans Finnboga,Magna hennar Gitte og Stjörnudís hennar Monu og öll komust þau á Selfoss og var ég mikið ánægð hvað gekk vel að koma þeim uppá kerruna en það tókst bæði fljótt og vel.
Við vorum frameftir öllu að stússast í hrossum og komum seint inn alveg búin á því eftir daginn.
Í dag ormahreinsaði ég merarnar hennar Möggu og setti þær niður í merarhagann.Auðvitað voru alir stertar á háalofti og haginn tekinn á öðru hundraðinu
.

Tótu gibbur,ekkert smá fallegar
.
Við ákváðum það í dag hjónin að drífa okkur í að sækja þær gibbur sem við áttum í Grindavík og eina hjá Villa og Karen.En fyrst tókum við á móti "gömlum" vini en hann Lagsi frá Bár var að koma til vetrardvalar til okkar og held ég bara að hann hafi verið hinn ánægðasti að fá sömu stíu og í hitteðfyrra.Páll Imsland eigandi hans var náttúrulega dreginn á milli hólfa að skoða liti,hvað annað! Og var nóg að sjá og ég var að tala við hann að ég væri í vandræðum með hvaða folald ég ætti að fara með á folaldasýninguna og í sameiningu ákváðum við það að Kóngur Hróksson væri verðugur fulltrúi Ásgarðsbúsins
.Hann er svo lekker!
Eftir að hafa kvatt Pál þá var keyrt í Grindavíkina og ég verslaði mér lamb af henni Tótu en Tóta er með ofurkyn og eru ærnar svo stórar að við Hebbi héldum að ein ærin væri hrúturinn í hópnum!!!!!Ég fékk fallega gimbur af þessu kyni og hér með heitir hún Ofur-Tóta og það er sko einsgott að ég klúðri ekki neinu og nái að rækta fallegar gibbur útfrá henni í bland við hinar fallegu gibburnar mínar.

Hraunsgibburnar að éta nýslegið gras???? Svei mér þá!!! Gott að vera gibba á Hrauni
.
Ég sótti líka gibbuna sem ég átti á Hrauni undan kindinni minni (fyrrverandi:) og er hún alveg hvít einsog Flanki minn.Ég ætla að rækta alhvítt (reyna það:) því það er svo fallegt og annað,ég þori ekki að fara að rækta liti því þá set ég allt á og fæ ekkert kjöt í kistuna
.
Ég "slapp" sko ekki við það að borða hjá Valgerði frekar en fyrri daginn
enda leiðist mér það nú svosem ekki
og alltaf gott að koma að Hrauni.Við fórum heim pakksödd og sæl og ég gat klárað öll verk sómasamlega og þurfti sem betur fer ekki að elda þegar að ég kom heim en við skriðum inn um tíuleytið.Takk kærlega fyrir okkur Valgerður mín:)

Ég verð að setja inn mynd af tveimur allsvakalega vænum sem við rákumst á í dag! Eru þeir ekki flottir þessir gaurar?