Heimasíða Ásgarðs

07.12.2006 15:56

Fákur,Heimsendi og Dalsbúið

Það var nóg að gera í gær hjá okkur í gær.Ég dreif mig í að setja út folöldin frá Val í fyrsta sinn en þau eru svo róleg og skemmtileg þrátt fyrir að vera að koma beint úr stóði að ég treysti þeim alveg til að fara svona fljótt út með honum Hrók.Ég dreifði bara nógu miklu heyi og alla rétt og það voru sko ekki lætin í þeim blessuðum.Mér líst vel á þau,háfætt bollétt og fallegt í þeim sporið.

Svo settum við hann Stellu Blesa um borð og keyrðum honum uppí Fák og þar tók eigandinn á móti honum.Þarmeð er hann kominn á hús og hættur að standa í rúllu og sprengja út á sér vömbina .

Við kíktum á Hring og Sigga Matt bæði í fyrradag og í gær.Það er svo gaman að koma til hans og sjá alla þessa gæðinga í bunum í hesthúsinu hjá honum .Þarna var einn alveg sérstaklega flottur gæðingur,brúnblesóttur að lit .Hehehehehehe............auðvitað var þetta hann Hringur minn sem tók vel á móti kellingu og kalli og vildi láta kjassa sig svolítið .Hringur er í einkastíu baðaður í dekri og hefur það mjög gott.Hann á að vera áfram í þjálfun hjá Sigga Matt út þennan mánuð.Nú ef hann verður ekki seldur þá þá kemur hann heim í hvíld og svo verður stefnt með hann í keppnir næsta vor.Siggi er alveg með það á hreinu að hann sé verðandi keppnishestur og virkilega skemmtilegur reiðhestur.Hann er hrifinn af klárnum og er ég mjög ánægð með alla tamninguna á honum og þjálfunina hjá Sigga.

Við fórum með Æðardúninn sem við höfum verið að týna undanfarin 2-3 ár í bæinn og verður hann sendur að mér skilst til Kína.Einnig á að prófa að senda Andardúninn af Aliöndunum líka til Kína og vita hvað fæst fyrir hann.Við þurfum að senda 30 endur í slátrun og veður alveg örugglega spikfeit Aliönd hjá okkur um Jólin,þvílíkt lostæti .Allt heima alið útí hreinni náttúru og engin lyf í þeim skrokkum.

Hebbi að gæðaskoða Minkaskinnin hjá Ásgeiri Loðdýrabónda í Helgadal .

Næst var rokið uppí Helgadal í Dalsbúið að sækja sag.Ég er alveg að verða vitlaus á að eiga ekki gott sag undir folöldin ég tala nú ekki um ljóskana tvo þá Glófaxa og Stóra-Dímon sem þurfa extra mikið af spónum undir sig .Eins hún Ljóska óskýrða frá Val og Krulla leirsljósa folaldið frá Val.Þær eru nú svo skemmtilegar að þær eru að VELTA sér í stíunum! En ég fékk alveg helling af góðu sagi hjá Ásgeiri og svo drifum við okkur næst í Gust til Sigrúnar.....nei" Andvara til Sigrúnar.....nei"........í Heimsenda til Sigrúnar! Ég ætla bara ekki að ná því hvar hú er með hesthús hehehehehe......En svo ég færi nú ekki neina vitleysu þá lóðsaði hún Sigrún okkur í gegnum ótal  króka og hringtorg og öfunda ég ekki heimsenda hesthúseigendur! Það er gjörsamlega verið að kæfa þá í nýbyggingum þarna!

Hjá henni Sigrúnu sáum við krúttlegasta folald EVER! Þetta er hann Völusteinn Álfasteinsson ekkert smá sætur og skemmtilegur karakter .Hann ætlaði sko að smakka á þessar síblaðrandi kellingu (það var ég:) og var hinn forvitnasti yfir öllum blossunum sem komu frá henni.Þetta nafn skuluð þið leggja á minnið því eigendurnir eru metnaðarfullir skal ég sko segja ykkur! Völusteinn er undan sömu meri og hann Glófaxi Parkersson og báðir fá að halda kúlunum sínum þartil annað verður ákveðið.Líst vel á þetta Sigrún!

Sigrún er með fola sem hún er að setja á sölulistann hjá okkur.Alþægur og mjúkgengur hestur sem er fyrir alla að ríða útá.Virkilega fallegur foli sem er kominn á hús hjá henni og ef einhvern langar að vita meir um folann þá er síminn hjá Sigrúnu 694-1967.

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 806
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591983
Samtals gestir: 59662
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 11:15:46