Heimasíða Ásgarðs

04.12.2006 01:27

Folöldin frá Val komin að norðan!

Við fórum austur í dag að vísitera og byrjuðum á því að heimsækja merkismann en það er hann Karl Kort elsti dýralæknir á landinu "aðeins" 91 árs gamall! Við lentum í þessu fína teboði og kunni maður varla að hegða sér innanum allt þetta bollastell, servíettur og dúllum dót allt.Ekkert smá flottar heimabakaðar kökur eftir konuna hans en hún er númer 3 í röðinni sagði hann okkur stoltur og mikið yngri en hann.Við vorum leist þaðan út með gjöfum,sjálfsævisögu hans og stórann poka af jólanammi (útlensku  einmitt það sem mig vantaði utaná mig:)

Reyndar kom ég við í Reiðholtinu fyrst og kíkti á hrossin okkar þar og tók nokkrar myndir af þeim.Þau eru verulega spikuð og flott enda er Reiðholtið sú besta beit sem ég hef kynnst eða öllu heldur hestarnir mínir:) Ég sá þarna mertrippi svona rosalega fallegt og fannst mér ég þekkja það en kom því ekki alveg fyrir mig strax! Þvílík fegurðardís!

Auðvitað var þetta hún Hemla frá Strönd .

Getur verið að eigandinn hafi komið þarna við og verið með sprey og bursta með? Hmmmm.........hvað segir hann/hún við því .

Svo hitti ég hana Sóley frá Lágafelli,alltaf jafn spök og þægilegt trippi að eiga við.Hlakkar til að sækja hana en geri það á allra næstu dögum.Hún hefur stækkað helling og þroskast í sumar .Nóg að bíta og brenna fyrir þau áfram enda hólfið ekkert smá stórt eða 100 hektarar og þarna eru ekki nema 25-30 hross!

Á heimleiðinni kíkti ég við í hesthúsinu hjá Monu og Félaga frá Skeggstöðum en þau voru í tamningar labbitúr þegar að ég kom þangað.Folinn rifnar upp og stækkar hjá stelpunni,þvílíkt þægur og góður strákur .

Á meðan ég var að blaðra við Monu um hesta þá blaðraði Hebbi um bíla við Ragga á Ljónsstöðum.Blakkur hinn Fagri var tilbúinn og var víst ekki vanþörf á að laga hann greyið.Næst er að drífa undir hann nýtt pústkerfi til að þagga niður í honum.Svo keyrðum við hjónakorn í einum spreng heim því hann valur var að koma að norðan með folöldin sem við Sabine erum að selja fyrir hann og eitt fyrir Möggu.Þau voru ekert lítið feimin greyin og tók það mig dágóða stund að fá að mynda þau .

Þetta er hún Sabine Molda og sú fyrir aftan er frátekin í nokkra daga fyrir eina sem er að hugsa um að pakka henni inní jólapappír og gefa manninum sínum hana í jólagjöf .Það langar mig til að sjá hehehehehehehe............Hún er alveg rosalega krulluð (folaldið en ekki vinkona mín:) og verð ég bara að sýna ykkur mynd af faxinu á henni Krullu en ég verð að kalla hana eitthvað á meðan hún hefur ekkert nafn.

 Engar smá krullur í einu folaldi! Mikið hlakkar mig til að geta hleypt þeim út og fengið að sjá í þeim nokkur montspor! Vona að þau sýni manni takta svipaða og Keilir afi frá Miðsitju,hér eru myndir af honum.

Klikkið á myndirnar af Keili!

 

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 757
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591934
Samtals gestir: 59657
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 10:54:13