Heimasíða Ásgarðs

14.11.2006 01:08

Folöldin sótt í Ægisíðuna

12-11-06

Dagurinn byrjaði ekki vel.Við vöknuðum eldsnemma eða uppúr 6:00 og allt klárt til að fara austur að Ægissíðu til að ná tímalega áður en sláturbíllinn kæmi að sækja folöldin.Úti stóð Fagri-Blakkur tilbúinn á nagladekkjum með hestakerruna aftan í sér líka á nagladekkjum en þá þurftu endilega bremsurnar að bila! en sem betur fer þá skeði það hér heima en ekki td á Hellisheiðinni! Við brenndum af stað á litla bílnum okkar og var ég næstum komin með fæturna í gengum gólfið,ég stóð hreinlega á ýmindaðri bremsu alla leiðina því kallinn hélt það væri sko sumarfæri en ekki var Hellisheiðin spennandi að fara yfir á litlum illa dekkjuðum bíl! En yfir komumst við og alla leið.Stóðið var ekki komið í réttina þannig að við fengum okkur kaffi hjá Huldu og Helga (Helluskeifu hjónunum:) Mona var líka lögð af stað og hringdi hún í okkur og lét okkur vita að stóðið væri að renna að réttinni og nú var sko hlaupið af stað! Ég ætlaði sko ekki að missa af folöldunum sem fólk var búið að borga! Ég var með myndir af þeim öllum til að þekkja þau en kveið samt fyrir vegna þess að ekki var veðrið til að gera þau greyin auðþekkjanleg,rigning og hvasst.Flutningabíllinn sem ég var búin að panta kom á háréttum tíma en það gerði hinsvegar ekki sláturbílinn! Hann kom alltof snemma og allt varð vitlaust! Flutningarbíllinn minn var drifinn að réttinni og svo byrjuðu allir að æpa og öskra,hvaða folald næst Ransý? Ég mátti hafa mig alla við að bera kennsl á gripina en með góðri hjálp frá Monu þá tókst þetta vel. Útprentuðu myndirnar frá Sabine redduðu þessu alveg!

Folaldaræflarnir voru ekki alveg að fatta lífgjöfina og tóku ansi mikið á.Réttin varð eitt allsherjar svað svo fólk stóð fast í drullu og endaði þetta með slysi.Eitt folaldið sem búið var að mýla og var verið að draga að bílnum prjónaði upp og datt afturfyrir sig og beint á unga stúlku sem stóð föst í drullunni og gat ekki forðað sér.Hún fékk folaldið ofan á sig og skall aftur á bak með höfuðið í girðingarstaur og rotaðist! Ég og annar maður drifum okkur uppá veg og hringdum í 112 og eftir smástund kom læknir og Lögregla á staðinn en þá var hún komin með meðvitund aftur.Eftir að læknir hafði litið á hana og við drifið hana úr drullugallanum fór hún í læknisskoðun og sem betur fer þá er í lagi með hana.Þetta sló mig alveg útaf laginu svo ég vissi varla hvað ég var að gera þarna,allir farnir aftur að æpa hvaða folöld ég ætlaði að taka næst.Ég kláraði þau folöld sem seld voru og fékk að velja tvö folöld aukalega.Annað er brúnsk´jott merfolald undan Prins Oturssyni og hitt bara varð ég hreinlega að taka vegna þess hve tignarlega það stóð inní sláturdilknum! Höfuðið og hálsinn gnæfði yfir öll hin folöldin og línurnar í þessu folaldi eru hreint magnaðar! Enda undan Hróknum mínum .Ég skil ekki hversvegna ég var ekki búin að sjá þetta folald fyrr! Sabine var búin að sjá það og fleiri sem komu til að reyna að bjarga folöldum en voru ekki með veskið á sér og enginn peningur ekkert folald .

Heim drifum við okkur því spáin var ekki góð.Ég var mikið fegin þegar að þessi 10 folöld sem heim komu með okkur voru komin í stíuna sína hér í Ásgarðinum.Alls voru þetta 11 folöld sem okkur Sabine tókst að bjarga en það ellefta er of ungt til að yfirgefa móðurina strax.Ég var einsog sprungin blaðra eftir þetta allt saman og kanski ekki skrítið að ég hafi verið orðin eitthvað rugluð þenna dag því á tímabili var ég komin með 3 Gsm síma,minn og tvo aðra sem hringdu látlaust,og ég hreint út sagt vissi ekki hverjir áttu! Einn sími er nóg til að rugla mig! Ég datt svo útaf um 10 leytið um kvöldið og svaf vel um nóttina.

13-11-06

Í dag fórum við í verkin okkar og var gaman að geta skoðað folödin í ró og næði.Þetta eru myndarinnar gripir,stór og stæðileg.Öll eru þau framfalleg og reisuleg.Auðvitað þeyttust þau fram og aftur um stíuna á meðan gefið var en svo smá róðuðust þau.Ég fór extra vel yfir kanínusalinn,þreif búrin og setti inn hálm.Dreif mig svo heim að setja út stóðtittina í heimahesthúsinu og mokaði þar út og spónaði vel yfir gólfið.Svo þegar að þeir áttu að koma inn þá hlýddu þeir mér ekki því það var víst nóg af heyi fyrir þá úti að moða úr.Þá mokaði ég bara mesta skítnum út úr húsinu mínu og gerðist húsmóðir og eldaði þennan fína Kjúllarétt í ofninum.Svo tók við heilmikil tölvuvinna því það voru margir spenntir að bíða eftir fréttum af sínum folöldum og meira að segja fleiri folöld sem bíða eftir því að komast á söluskrá hjá okkur Sabine.Eftir alla tölvuvinnuna fórum við Busla niður í hesthús og nú vildu tittirnir tala við okkur enda komið myrkur og leiðindaveður og gott að komast inní hlýtt hesthús og meira hey .

Buslufréttir:

Busla er í hægri framför og á morgun á að taka röntgen myndir af henni og sjá hvort það er einhver gróandi í beinunum.Við ætlum að hafa með okkur 3 kanínur í bæinn sem eru að fara að leika í Þjóðleikhúsinu.Snjóber verður í aðalhlutverki og svo tvær litlar,hvít og brún.Þetta er Jólaleikrit sem verður frumsýnt 26 Desember og ætli maður drífi sig ekki að sjá nínurnar sínar á fjölunum hehehehehe.Í fyrra fóru 3 kanínur í Borgarleikhúsið og núna 3 í Þjóðleikhúsið! Kannski þær slái í gegn og endi í Hollywood .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 264
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 535980
Samtals gestir: 57123
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 18:42:03