
Við Sabine vöknuðum snemma (hún einsog vanalega:) Þetta voru síðustu klukkustundirnar sem við áttum saman eftir frábærann tíma í tæpar 3 vikur.Við drifum okkur út með allra nýjustu cameruna sem ég fékk mér í gær í Elco en hin var dæmd ónýt og með því að bæta við upphæðina sem hún var metin á þá gat ég keypt mér þessa líka fínu vél sem heitir Canon Power Shot A 700 og er hún 6.0 mega Pixla og 6x Optical Zoom.Sabine hjálpaði mér að velja þessa Cameru og á ég að vera orðin nokkuð vel sett og geta tekið enn betri myndir
.
Sabine tókst að koma fullt af upplýsingum inní kollinn á mér áður en við kvöddumst í Flugstöðinni og hlýt ég að ná þokkalegum myndum í framtíðinni.Skárra væri það nú með hana Sabine sem kennara!
Það var ekki laust við að hrossin væru svolítið sorgmædd til augnanna þegar að Sabine var að knúsa þau bless í haganum.Sjáiði bara svipinn á Sokkudís og Dímon Glampasyni!
Agalega er leiðinlegt að vera með hálsbólgu og hita ojjj.........barasta
.Það er ekki spurning að ég fer snemma að sofa....shittur,klukkan er eitt um nótt! Er ekki best að drífa sig í háttinn því við ætlum í bæinn í fyrramálið með Bogga og Eygló að sjá Sölusýninguna í Víðidalnum á morgun og verður hann Hringur minn þar á meðal söluhesta.Vonandi tekst sýningin á honum betur núna enda er hann löngu kominn yfir múkkið sem hrjáði hann á síðustu sýningu.Hann náði engri yfirferð blessaður kallinn minn sama hvað hann reyndi þessi elska
.

Stjáni og Hringur flottir saman! Skil ekkert í stráknum að kaupa hann ekki bara sjálfur?Þeir passa svo vel sama eða hvað finnst ykkur
.
En elsku Sabine mín og Íris! Þakka ykkur kærlega fyrir heimsóknina til mín í Ásgarðinn,þetta var alveg frábær lífsreynsla og mikið gaman
.