Heimasíða Ásgarðs

18.10.2006 00:43

Framhald á ormyfsgjöfinni

Það var sko tekið á gúmmíkarlinum í dag skal ég segja ykkur! Hann Fengur Ögrasonur ætlaði ekki að láta í minni pokann fyrir okkur þessum tvífætlingum sem voru að reyna að troða uppí hann sprautu með bleikum vökva í,ojjjjjjjbjakk! Þetta var nú meira skítapakkið sem þarna var á ferðinni.En ormalyfið fór allt ofaní hann og hann fékk að reyna sig við gúmmíkarlinn og allar fætur teknar upp. Fengur er orðinn stór og sterkur strákur enda er Molda mamma dugleg að mjólka ofaní drenginn sinn.

Iðunn var öllu rólegri og alveg búin á því eftir smá tog og hopp en þá áttaði hún sig á því að best var að vera stillt og góð stelpa.Það var ekkert mál að taka upp allar fætur á henni og ekkert mál að snerta hana alla.Mér líst vel á hana og er hætt að kalla hana Bananahausinn en hún hefur heldur betur lagast og er ekki með eins mikla merarskál einosg þegar að hún fæddist.Hún er líka orðin ansi stór og stæðileg.Íris og Iðunn voru orðnir hinir mestu mátar og lét Iðunn hana kjassa sig og klappa og stóð einsog tamið hross.

Við urðum að játa okkur sigruð á einum fjórum folöldum sem ekki voru á því að láta plata sig inní hesthús en þau fá að bíða með mæðrum sínum í litlu hólfi í nótt og áfram verður haldið á morgun.Þau voru alltof södd og sjálfstæðið orðið mikið og höfðu ekki áhuga á að fylgja mæðrum sínum inní hesthúsið.Þau kölluðu ekki einu sinni í mæður sínar og ekki þær í þau en vonandi hefst þetta á morgun en þau fá ekki strá í nótt að borða og ættu að verða fegin að finna tugguna í stöllunum á morgun.

Það var gestkvæmt í Ásgarðinum í dag en fyrir utan okkur Hebba mig,Sabine og Írisi þá komu Gro og dóttir hennar að sækja Bjössa sem kom með flugi frá Noregi í dag.Þeir náttúrulega gátu spjallað um allt sem viðkemur byssum og veiðibráð en Bjössi hafði verið á Dádýraveiðum í Noregi í heilann mánuð! Boggi og Eygló komu einsog hendi væri veifað til að aðstoða við folöldin og var mikið gaman að stússa í kringum hrossin og spá og spekúlera í væntanlegum "heimsmeisturum"hehehehehehe.......Það má nú pæla er þaggi  .

Eftir alla vinnuna í dag var ekki um annað að ræða en panta tvær 18 tommu ofaní liðið og eftir að við sporðrenndum þeim niður þá var auðvitað lagst í tölvuna og farið yfir myndir dagsins en Sabine og Íris gátu ekki sofið fyrir spenningi og voru komnar út klukkan 8:00 í morgun að taka myndir af hestunum.Þær náðu þessum fínu myndum enda birtuskilyrðin alveg frábær í morgun.Hún Sabine er náttúrulega snillingur á Camerunni og tók maður andköf af að horfa á sumar myndirnar!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535227
Samtals gestir: 57024
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 05:20:30