
Við Hebbi fórum í bæinn í dag að heimsækja Hring og Sigga Matt.Ekki urðum við fyrir vonbrigðum með klárinn okkar sem er allur að blómstra enda enginn viðvaningur með klárinn í klofinu
.En fyrst varð hún Eygló litla að fá að prufa hann Hring inná gangi en þegar að átti að taka hana af klárnum þá bara orgaði
sú stutta og fékk að sitja svolítið lengur.Sú ætlar að verða mikil hestakona einosg hún mamma sín Hulda Geirs.Mamma hennar reyndi meira að segja að múta henni af klárnum með sleikjó en það var EKKI að virka þó sleikjóinn freistaði.Eygló litla rétt bara út höndina og sat svo sem fastast með sinn sleikjó á klárnum og slefaði svo af ánægju yfir allan hnakkinn og það síðasta sem ég frétti af honum Sigga Matt var að að hann sæti fastur við hnakkinn sinn í hnakkageymslunni
.Eða þannig sko.........kannski orðum aukið hjá mér hehehehe.

Hér ætla ég að sitja sem fastast!
Siggi og Hringur á fljúgandi tölti.Ekkert smá flott sýning sem við fengum og vil ég þakka henni vinkonu minni Huldu Geirs fyrir að koma og mynda klárinn með mér þrátt fyrir óhagstætt myndaveður í meira lagi.Ég bíð spennt eftir myndunum frá henni en ég tók þessa með minni litlu cameru og var bara nokkuð sátt miðað við aðstæður.

Þessi mynd var að berast frá henni Huldu og sýnist mér þetta vera nákvæmlega sama mómentið hjá okkur báðum með camerurnar:)

Og hér er önnur góð frá henni HGG
slef.......veit hvernig Cameru ég kaupi mér næst
.
Verð að skella hér inn auglýsingu frá Víðidals-rétt" Hringur verður á þessari sölusýningu og hlakkar mig mikið til að mæta á svæðið og sýna mig og sjá aðra.
Hrossamarkaður í ?Víðidals-rétt?. |
|
|
Haustið þykir oft hentugur tími fyrir hestakaup. Hrossin eru ennþá í góðu formi og rólegt hjá tamningamönnum eftir annríki sumarsins. Um helgina ætla nokkrir hestamenn á félagssvæði Fáks í Víðidal að efna til hrossamarkaðar. Nánar tiltekið verður hann laugardaginn 7. október.
Klukkan 12 á hádegi verður uppboð á ótömdum og/eða lítið gerðum hrossum. Uppboðið verður í stóru réttinni hjá félagsheimili Fáks í Víðidal.
Klukkan 13 verður síðan sölusýning á tömdum hrossum. Lögð verður áhersla á að bjóða til sölu efnileg og eiguleg hross. Hrossin verða sýnd í brautinni fyrir neðan félagsheimilið.
Nánari upplýsingar um hrossin, með umsögnum, munu birtast í netmiðlunum fljótlega.
Þeir sem standa að þessum markaði eru m.a.
Gummi Baldvins, Robbi Pet, Siggi Matt, Tommi Ragg, Og Viðar Ingólfs.
Huggulegar kaffiveitingar verða í félagsheimilinu meðan á markaðnum stendur.
Ps. Ég var að setja inn bestu myndirnar af honum Hring frá í gær á Dýragallerýið mitt.Döööö..................er maður smá stoltur af stráknum sínum roðn!
http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=5973
|