
Jæja gott fólk.Nú man ég ekkert hvað ég var að gera undanfarna daga hehehe.Það sem fréttnæmast er finnst mér vera það að við erum að verða búin að keyra öllu heyinu heim.Þökk sé Friðbirni og hans Traktor og stóra heyvagni.Stæðan er alveg fjallmyndarleg og nú er bara á morgun að setja öfluga girðingu umhverfis hana svo ekkert komi nú fyrir.
Þær Sif Hróksdóttir og Von Ögradóttir blása hreinlega út þrátt fyrir að þær séu báðar að drekka úr sömu merinni.Heilladísin mjólkar alveg einsog belja handa þeim tveimur og er hún alveg sátt við fósturdóttur sína hana Von.
Ég var nú meiri kellingin í dag,gleymdi að hafa cameruna á mér og ekkert smá gaman hjá litlu frændsystkinum mínum sem komu að fá að hitta frænku í sveitinni og fara á hestbak.Auðvitað var Biskupinn söðlaður fyrir börnin sem skríktu af gleði og var klárinn burstaður í bak og fyrir áður en hnakkurinn var lagður á.Ég veit"hægann hægann gott fólk..........Biskupinn er alltaf svo góður við börnin þó hann láti einsog kjáni með fullorðna og er hann blessaður erfiðastur í samreið með öðrum hestum.Þið hefðuð átt að sjá litlu stýrin á baki! Fyrst vildi nú frænka ekki sleppa klárnum í réttinni og hafði ég langan taum í klárnum svona fyrstu skrefin.En Biskupinn rölti þetta hring eftir hring og meira að segja fór hann uppá tölt af og til eftir því hvað börnin þorðu.Það endaði með því að 6 manns fóru á bak honum í réttinni í dag en Siggi og Lilja foreldrar krakkanna urðu nú að prófa líka:)) Ég er ekki frá því að Siggi hafi verið farinn að íhuga að selja Mótorfákinn og fá sér grasmótorfák í staðinn hann varð svo hrifinn af klárnum.Deidrie fór líka nokkra hringi en hún hefur ekki farið á hestbak síðan hún lenti í einhverjum leiðindum á klár útí og varð hún víst hálfskelkuð eftir það.Með henni Deidrie voru tveir kanar og drifu þeir sig líka á bak og var ekki laust við þeir væru að smitast af hinni ógurlegu hestabakteríu sem herjar á svo margan manninn:)) Ég er semsagt búin að fyrirgefa honum Biskup mínum lætin í smalinu um daginn,hann er svo indæll í svona dúlluvinnu með krökkum og frábær í tamningar með folöldin og trippin.