Heimasíða Ásgarðs

20.09.2006 23:49

Hringur í bæinn og Busla að hressast.

Þá er hann Hringur farinn til Sigga Matt og verður gaman að fá að vita hvernig hann kemur út þar en ég ætla að kíkja á þá næsta Föstudag.Það virðist vera alveg brjálað að gera í sölu á hestum,nógu voru margir að prófa og skoða þegar að við komum þangað í gær.Kannski að klárinn finni nýjann eiganda þar,nú ef ekki þá á ég þarna hinn þægilegasta reiðhest,smalahest og skammlausann keppnishest á góðum degi:) Ekki slæm blanda í einum hesti.

Ég átti alveg að segja frá því helsta sem skeði í smalinu en það sem er minnistæðast er FJALLIÐ sem við þurftum að labba yfir! Kræstur hvað það dunaði hjartslátturinn í höfðinu á mér og blóðbragðið í munninum.....dúdda mía! Alltaf þegar að ég labba þarna upp (farið þetta tvisvar hehehe) þá spyr ég sjálfa mig "afhverju í ósköpunum át ég ekki gúrkur og grænmeti eingöngu frá síðasta smali og þessu? Allt er þetta svo gleymt þegar að upp er komið og maður er búinn að dæsa og hvæsa úr sér mesta móðnum hehehehe.EN ég er búin að panta skíðalyftu þarna upp fyrir næsta smal og verð ég bara einsog prinsessa....upp,upp,upp með Biskup brjál í taumi .

Annað er mér afar minnistætt og það eru þessi skærgulu vesti sem löðuðu að manni Hunangsflugur í öllum stærðum og gerðum.Þeim mun stærri sem þær voru þeim mun hraðar reyndi maður að ríða en ein elti mig hálfann Hamradalinn og á endanum þá trylltist ég alveg og stökk af hestinum og tætti af mér vestið með látum! Helv......flugan var á leiðinni uppí mig! Eygló stóð þarna í hláturskasti og fannst þetta bara fyndið.Hún var nú svo almennileg að taka vestið upp með flugunni á og troða því ofaní hnakktöskuna hjá Bogga en þá tók ekki betra við,flugan ætlaði alveg ofaní kok á Eygló og þá var komið að henni að stíga trylltann dans .Hehehehehehe..........þá fattaði ég afhverju þessar heavy ógeðslegur flugur voru alltaf framaní okkur,við vorum báðar að drekka sama drykkinn alveg dísætann sem þær voru svona hrifnar af.Þær (flugurnar)hafa séð okkur sem risastór gul blóm með himneskri Baileys lykt af og haldið að þarna fengju þær sko nóg af hunangi hehehehe.

Svana afmælis"barn",Inga,Jóna og Sæja í heita pottinum í blöðruleik!

Eftir að ég stakk af úr smalinu þá einsog ég var búin að blogga um fórum við í 60 ára afmælið hennar Svönu systur hans Hebba.Þar var nú aldeilis stuð á öllum og var farið í ratleik og var hann Óskar mágur alltaf jafn fundvís á næstu vísbendingar.Þær byrjuðu allar á "farið inn og fáið ykkur einn sjúss"og svo átti að gera eitthvað sniðugt syngja,dansa eða semja ljóð.Það var mikið skrafað og skemmtilegt að njóta samvista við þennan samheldna systkinahóp .

Skelli hér inn skemmtilegum myndum úr afmælinu:))

Dabba treysti sér ekki úti pottinn til hinna systranna enda aldrei að vita hverju þær taka upp hehehehe.Best að vera undir hlýrri sæng og sötra sinn kalda bjór:))

Inga gella OFFELY DRUNK! Eða þannig sko hehehehehehehe.Hún lemur mig!

Auðvitað var svo Brunch að hætti systranna,ekkert smá góð brauðin sem Inga bakaði!

Í dag erum við Hebbi búin að vea óvenjulega dugleg,drifum okkur útí góða veðrið að halda áfram að girða fyrir ofanveg.Við vorum búin að setja niður hornstaurana og styrktarstaurana um daginn þegar að við fengum gröfuna hans Tryggva lánaða og í dag rúlluðum við út vír og settum einangrana á og strekktum hana upp.Það varð smá töf auðvitað en hinir og þessir voru að stoppa okkur og þegar að Hebbi þurfti að sinna sprungnu dekki þá fór ég bara í að girða smá hólf af fyrir Freistinu og Rjúpu sem eru nánast búnar með sína beit.Ég setti líka út Tangó og Ask útí leikhólfið þeirra og þar bitu þeir gras þartil Tangó var orðinn saddur en þá þurfti hann endilega að taka eftir því að hross voru þarna einhverstaðar niðurfrá og þetta skildu sko vera merarnar hans! Hann æddi með girðingunni og hneggjaði og hneggjaði en enginn svaraði honum greyinu.Ég dreif mig bara í að setja þá inn svo Tangó fari nú ekki að missa hold af merarspenningi hehehe.Lömbin fengu líka að dandalast útí góða veðrinu í dag og voru þau hin ánægðustu.Hebba er búið að takast að gera þau að brauðrollum og þarf maður bara að opna hurðina og kalla í þau þá streyma þau inn og fá brauðmola að launum.Bara hið besta mál .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 536069
Samtals gestir: 57131
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 19:05:29