
Þá er smalinu þetta árið lokið.Við fengum frábært veður,eiginlega alltof gott veður.Ég er svo þreytt núna að ég ætla bara að pikka smá og fara svo að sofa gott fólk.Ég nefnilega sofnaði ekki fyrren 3:30 aðfaranótt Laugardagsins og vaknaði svo hálftíma á undan klukkunni 5:30 en ég var svo spennt að fara að smala
. Ég var komin í hnakkinn klukkan 9:00 og stígin af baki klukkan 16:00 en þá kom Hebbi og sótti mig og brunuðum við austur fyrir fjall í segstugsafmælið hennar Svönu systir Hebba.Auðvitað var maður með aðeins í annari tánni í smalinu og ekkert stopp varð á því fyrir austan en systurnar voru með vel af veigum í veislunni og þegar að klukkan var orðin 1:00 um nóttina þá var mín orðin ansi framlág og þreytt.Þetta var heljarinnar matarveisla einsog þær gerast bestar hjá systrunum,hvað annað
.
Ég ætla að setja inn myndir af mér (efst:) á Biskup og "mínum" smölum sem voru Boggi og Eygló.

Boggi á Hervöru og teymir Biskupinn minn.

Eygló á Hring mínum og teymir Vindu sína.Hringur stóð sig einsog hetja í smalinu.Ekki feilpúst hjá honum,Biskup mætti taka hann til fyrirmyndar:)
Ég setti inn nýtt myndaalbúm af smalinu í Grindavíkinni.Endilega kíkið á þær.Ein er nú svo flott af "litla"dekurbossanum mínum honum Biskup en ég stoppði í miðju fjalli til að ná andanum og tók þá eina mynd af honum.Reyndar er ég þarna nýbúin að detta af honum eða öllu heldur henda mér af honum en ég þrumaði honum upp fjallið bæði til að tappa af honum loftinu og látunum en þá altíeinu þegar að hann var kominn þónokkuð hátt upp þá snerist honum hugur í snarbrattanum og ætlaði kauði að snúa við og dúndra sér niður aftur með mig og þarsem ég er með afbrigðum lofthrædd þá lét ég mig fjúka af honum áður en hann náði að steypa sér niður brattann með mig á bakinu! Eina sem ég hugsaði um þegar að ég féll var að missa ekki tauminn!!!! Sem betur fer þá meiddi ég mig ekkert að ráði,pínu marin á herðablaði ekkert sem grær áður en ég gifti mig.

Biskupinn vel sveittur í miðri fjallshlíðinni og annað eins eftir að klífa upp!