Heimasíða Ásgarðs

05.09.2006 17:01

Heyskap að ljúka:))

Jæja gott fólk,nú er heyskap næstum lokið hjá okkur Hebba mínum en við erum búin að vera alla síðustu viku hossandi á traktorunum milli túna og í gær þá fór (loksins:) að rigna þannig að við erum stopp enda öll mikilvægustu túnin búin.Við gerðum talningu í gær og erum við komin með 325 rúllur í plasti.Mikið verður gaman þegar að allar rúllurnar eru komnar heim og þá verður nú falleg stæðan hér á hlaðinu:))Við fáum lánuð tæki til að koma rúllunum heim og stefnt er á næstu helgi og vonandi verður veðrið gott eða minnsta kosti túnin þurr svo að þau sporist ekki út eftir vélarnar.

Ég er pínulítið fúl í dag vegna þess að líklega hefur eina ferðina enn einhver komið með kanínuunga og sleppt honum lausum á hlaðið hjá mér.Tara og Skvetta voru alveg brjál niður við hesthús og hlupum við Hebbi niðureftir því lætin í Töru voru slík að það hlaut að vera minkur undir timburstaflanum sem hún var að róta í.Hebbi var tilbúinn með byssuna og ég rótaði í timbrinu og þá skaust kanínuungi út lafhræddur og Skvetta náði honum undireins en við öskruðum á hana að sleppa og hún sleppti og enn rauk unginn af stað og Tara náði honum næst og tókum við hann af henni alveg lamaðann af hræðslu. Ég ætla að gefa honum einn sólarhring áður en við lógum honum ef einhver skildi lesa þetta og vilja bjarga honum.Það er regla hjá mér að lóga svona dýrum því þau geta borið smit með sér inná kanínubúið hjá mér.Reyndar hefur verið vesen á næstu bæjum við okkur vegna villikanína sem var sleppt þar en þær hafa gotið einhver ósköpin öll í sumar og eru að grafa allt í sundur á næstu bæjum.Þær fara undir húsin og gera göng um allt! Við höfum verið kölluð út með hundana til að veiða þær og vitum við um fleiri minkahunda eigendur sem eru að fá útköll á ýmsa staði þarsem kanínur eru að gera usla.Ástandið er að verða hrikalegt vegna þessa opg áfram heldur fólk að versla sér kanínur og henda þeim svo út þegar að áhuginn fyrir þeim dvínar.

Þessa skemmtilegu mynd sendi hún Diedrie mér þegar að hún var að vinna við hrossin hér á bæ og ég að heima á traktornum:))Heilladís frá Galtarnesi hugsar voðalega vel um bæði folöldin sín og mjólkar einsog belja.Hún er sko ekkert venjulega góð þessi hryssa og verður hún sko fyrst af öllum til að fá rúllu til sín í haust þegar að grasið fer að sölna.

Og hér eru fallegar myndir af litríkum folöldum hjá okkur.Heljar og Sókrates sem eru báðir mjög sérstakir á litinn.

Það var svakalega skemmtileg smalamennska á okkur hjónunum í gær en ég ákvað að reka endurnar aftur á tjörnina sína í gær en þær eru búnar að vera útvið bú síðan að við urðum að loka þær inni síðastliðinn vetur vegna yfirvofandi fuglaflensu.Við fengum "góða"hjálp frá honum Dímon sem passaði vel uppá að þær færu nú ekki styðstu leið í gegnum hagann hans og niður í tjörn heldur gekk hann meðfram girðingunni og beið spenntur eftiur því að búa til andastöppu ef einhver þeirra vogaði sér með sundfit innfyrir girðinguna .Það var sko enginn smá púkasvipur a kalli og rosaleg rassaköst á honum hehehehe.En allar þeirra komust niður á tjörn en síðstu endurnar voru orðnar mjög þreyttar á labbinu og voru farnar að draga rassana á eftir sér og göptu af mæði enda vel spikaðar og feitar! Ekkert ósvipað og ég ætla EKKI að verða í smalinu eftir tæpann hálfann mánuð   .Og......mig hlakkar til!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1222
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537602
Samtals gestir: 57191
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 11:49:00