
Dímon Glampasonur varð hryssunni ríkari í kvöld en hans seinna gangmál hófst með komu Pamelu Náttarsdóttur.Henni fylgdi auðvitað sonurinn Sókrates og gekk mikið á hjá henni Pamelu súperofurmömmu þegar að hún var sett í hólfið.Ekki munaði miklu að eigandinn fengi að slóðardraga allt hólfið á eftir merinni sem rauk af stað með heljarinnar látum og skeytti engu um þótt mannvera héngi á taumnum.Hún skildi sko passa uppá krílið sitt og enginn önnur meri í hólfinu fengi að þefa af því! Það bókstaflega flæðir úr henni mjólkin og sá stutti verður sko ekki stuttur lengi með svona mjólkurframleiðslu hjá móðurinni.

Hér er Sókrates frá Höfnum,ekkert smá krúttlegur með mjólkurskeggið sitt:))
Það gekk alveg ótrúlega vel að setja Glóðar Feykir út í hagann með hinum stóðtittunum 6 en mér finnst langbest að setja allt saman inn í hesthús í nokkrar klukkustundir og láta hrossin kynnast í rólegheitum og setja svo út saman undir eftirliti.Þá er mesta spennan farin úr hrossunum og nýju aðkomuhrossin hlaupa ekki alveg tryllt og á allar girðingarnar.En djö.....var hann flottur! Hann sprellaðist um allt og hélt nú aldeilis að hann ætti heiminn þar til Hrókur kom æðandi að girðingunni þá hrundi alveg veröldin og hann gapti einsog Þorskur á þurru landi og það skein úr augunum hans "ekki berja mig,ég er bara lítill foli! Eftir smá stund þá sá Hrókur að hann var ekkert að skrökva sá stutti og hélt til hryssnanna sinna og skipti sér ekki meir að tittunum.

Við hjónin vorum dugleg í dag,kallinn hamaðist við að gera sláttuvélarnar klárar fyrir næsta þurrk og ég færði til öryggislínu og setti upp á Vinkilinn en þangað ætla ég að færa hana Heilladís með folaldið sitt hana Sif Hróksdóttur og Von Ögradóttur hennar Röggu vinkonu en hún Heilladís er alveg búin að taka hana Von að sér sem sitt eigið folald.Nú er um að gera að gera vel við Heilladísina sem er orðin 16 vetra og ætlar að mjólka vel ofaní þessi tvö folöld framá haustið.
Ég var alveg óð með cameruna í dag enda gott veður og gaman að taka myndir.Á ferð minni um hagana smellti ég og smellti af hinum og þessum hrossum.Hér er ein af mæðgunum Eðju og Frigg.Og Frigg er til sölu:))
