
Fyrstu Fashanaungarnir litu dagsins ljós í Ásgarðinum í dag.Þeir voru óvenjulega hressir og kátir og komust sjálfir úr eggjunum án nokkurrar hjálpar.Þeir eru undan fuglum frá Bjarna og Þuru en okkar fuglar voru hættir að verpa eftir að hafa byrjað alltof snemma að verpa í ár.Nú er um að gera að reyna að halda lífinu í krílunum en það getur verið býsna erfitt.Á einhver góð ráð handa okkur varðandi Fashanarækt???
Ég var svolítið heppin í dag þegar að ég lagði af stað á Sæunni(traktorinn minn).Ég var rétt lögð af stað og var að renna út hlaðið þegar að annað framdekkið brotnaði undan henni.Það var eins gott að ég var ekki komin útá veg þarsem ég hefði verið á meiri hraða og kannski að mæta bíl! Hebbi var ekki lengi að kippa þessu í liðinn og svo var haldið áfram við að hirða túnið sem við slógum fyrir Gerðahrepp en þeir vildu endilega að við hreinsuðum eitt tún fyrir þá sem og við gerðum.Fengum við 13 rúllur af því í dag.