Við hjónin kláruðum Rafnkelstaðatúnið í dag og vorum snögg að því! Mig minnir að rúllufjöldinn hafi verið 36 rúllur.Þá á ég að vera komin með það magn af heyi sem okkar hross þurfa,Möggu hross þurfa og það sem ég var búin að lofa fólki.Allt umfram fer í útigangsstæðuna sem verður vonandi stór og stæðileg einsog í fyrra.Reyndar fór kallinn að slá eftir að við kláruðum inní Garði en það er Sólseturhátíð í Garðinum á næstu helgi og vorum við beðin um að slá dágott stykki til að hafa allt sem flottast á leiðnni niður á Vita.Það verður rúllað á morgun og flutt heim.

Rjúpa og Freisting eru komnar upp fyrir veg en þar eigum við svolítið land sem við höfum ekki nýtt áður.Síðustu árin höfum við borið kanínuskítinn á móann þarna og hefur han vægast sagt sprottið upp með látum,fagurgrænn og fallegur.Þetta er flott fyrir hana Rjúpu sem er bara 3ja vetra dama en kannski ekki alveg óskahaginn fyrir hana Freistingu sem þyrfti að beita á malbik:))Líklega er hún fylfull eftir hann Hrók minn en Freisting hefur fest fang en ekki haldið það út að fullganga með fylin heldur látið þeim fljótlega eftir að hún fyljast.En í vor þá var hún skoluð út hjá Björgvin dýralækni og vona ég svo innilega að þetta takist hjá henni núna.
Ég er svo þreytt og sólbrennd í framan(þreytt í framan,dö....) að það hálfa væri nóg.Sem betur fer þá verður skýjað á morgun þannig að ég ætti ekki að verða að brunaösku í traktorssætinu.En gott fólk! Ég gerði svolítið af mér í dag:) Sigrún vinkona mín í Danmörku hringdi og eftir langt og skemmtilegt spjall þá var ákveðið hvað ég ætlaði að panta af kanínum í gegnum hana.Hún ætlar að sækja þær fyrir mig til ræktandans sem er að selja gullfalleg dýr og flott ræktunardýr fyrir mína starfsemi.Ég pantaði tvær Castor Rex læður,eitt par af Chincilla Rex,og eitt par af hvítum Rex.
Þetta er Chincilla Rex.
Hvít Rex.

Og svo Castor Rex einsog ég er búin að rækta í mörg ár.Ekkert smá flott dýr.