Heimasíða Ásgarðs

01.08.2006 01:15

Heyskapur og Króna að klikka!

Við vorum að gera tilraun til að klára kothúsatúniðí allri blíðunni í dag og vorum við búin með 24 rúllur þegar að kveiknaði í henni Krónu rúlluvél.Það er ekki í fyrsta sinn sem kveiknar í henni í látunum og náði Hebbi að stoppa hana þegar að hann sá reykinn og opna til að ná heyinu út sem kveiknaði í.Áfram var rúllað en þá fór lega.Við skiptum um legu og næsta sem skeði var að Króna neitaði að lokast almennilega og þá var ekkert annað en að fara heim að vita hvað væri að ske.Ég gaf öllum skepnum á meðan HJebbi grandskoðai Krónu og gerði einhverjar hundakúnstir við hana og á morgun á að vita hvort hún vill ekki snúast fyrir okkur.Í það minnsta klára þetta tún svo hægt verði að yfirfara hana enn betur fyrir næsta tún.Sprettan núna er alveg með ólíkindum! Loksins tóku túnin við sér og horfir maður á grasið spretta! Ég tók mynd af Meiðastaðatúninu fyrir nákvæmlega viku og aftur í dag og ætla ég að skella þeim hér inn hvor á eftir annari svo þið sjáið hvort það borgaði sig ekki að hinkra aðeins og vita hvort ekki kæmi meira gras á túnin og veður hlýnaði.

Meiðastaðatúnið 24 Júlí.

Sama tún 7 dögum síðar.Ótrúleg breyting á aðeins einni viku!

Það skeði svolítið fyndið í kvöld en þegar að ég kom heim frá heyskapnum var fyrsta verkið að gefa heimalningunum kvöldsopann sinn og þegar að ég keyrði niður að hesthúsið þá sá ég tvö lömb koma þjótandi á eftir bílnum en eitt lá spriklandi útá túni liggjandi á hliðinni!Mér datt strax í hug að nú hefði hundur tætt það í sig á meðan ég var ekki heima en þegar að betur var að gáð þá var það bara afvelta af spiki og komst ekki á réttan kjöl.Aumingja Hermína er orðin alltof feit og pattaraleg þó svo hún sé hætt á mjólkursullinu og fái einungis heitt vatn að drekka tvisvar á dag:))Hmmmm....ætli heimalningarnir þurfi að fara á Herbalife eða eitthvað svoleiðis?

Buslufréttir fyrir þá sem vilja fylgjast með Buslunni minni.

Busla er allt allt önnur en hún hefur verið undanfarnar tvær vikur eftir það sem gert var fyrir hana í gær.Sú er aldeilis breytt! Hún notar fótinn og situr með fótinn réttan undir sér en ekki teygðann útí loftið.Það er allt annað að sjá upplitið á tíkinni,góð matarlyst og ekkert mál fyrir hana að hreyfa sig sem hún á nú minnst að gera af.Núna er aðalmálið að reyna að fá hana til að labba rólega en ekki fara svona hratt einsog hún vill fara.Sem betur fer er hún mjög viðráðanleg og gegnin með afbrigðum.Það er semsagt stórbreyting á tíkinni og er ég alveg undrandi á því hve mikil hún er og það er greinilegt að núna er hún ekki kvalin í fætinum einsog hún er búin að vera frá fyrsta degi þegar að aðgerðin var gerð á henni.Það er meira að segja enginn blóðgúll aftan á henni við sárið þarsem teinninn gekk tvisvar út heldur hafði dýralæknirinn sem annaðist hana í gær vit á því að skilja eftir gat svo að blóðið og vessar gætu runnið út óhindrað.Buslan heldur bara áfram sínu striki,tekur lyfin sín á réttum tíma og hefur það endalaust rólegt.

Eitt glæsilegasta folald sem ég hef séð seldist hér í Ásgarðinum í dag.Innilega til hamingju með folaldið ykkar kæru vinir,ég læt ykkur um að segja frá kaupunum hehehe.Maður bloggar ekki fréttum annara:))) En þið takið það til ykkar sem eigið:)))

Annar gripur seldist hér líka í dag,innilega til hamingju með trippið þitt ????? mín.Vona að þið ????? verðið aðalgellurnar á Grundinni eftir fáein ár:)) Það má ekki kjafta frá svona kaupum,best að leyfa nýjum eigendum að njóta sín með fréttirnar ekki satt:)) Er ég leiðinleg hehehehehehe.......

Ég verð að fara að finna mér tíma til að setjast niður og auglýsa folöldin áður en vetur gengur í garð.Kannski kemst ég í það á morgun,fæ eina Ameríska úr Hernum ofanaf Velli til að aðstoða mig við búskapinn.Hún hringdi í dag og vantaði svo að komast frítt í vinnu við hesta áður en hún fer í Hestakóla útí Colorado.Hún ætlar að koma einu sinni í viku í nokkrar klukkustundir til að safna tímum fyrir skólann.Ég hlýt að finna eitthvað sniðugt fyrir hana að gera.Kemda,hreinsa úr hófum,lónsera,spekja trippin betur.Hafið þið einhverjar sniðugar uppástungur fyrir mig með hana? Ég er svo vön að vina ein að ég kann ekki að notafæra mér aðra! Hjálp hjálp........commentið eitthvað!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1222
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537602
Samtals gestir: 57191
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 11:49:00