Heimasíða Ásgarðs

28.07.2006 23:54

Folöldin skipta um feld

Hún Frigg Ögradóttir ætlar að svíkja mig með að verða litförótt.Það er nú kannski alltílagi því hún er svo fallega rauðblesótt sokkótt á öllum fótum.Hún er búin að missa það mikið af folaldfeldinum að það ætti að sjást í grá hár en hún kemur venjulega rauð undan folaldafeldinum.Ég spái þessari hryssu velgengni í framtíðinni,hún fer fallega um á gangi er alhliða stelpan og mjög athugul og forvitin með afbrigðum.Það fer að styttast í að maður fari að setja folöldin á sölulista og auglýsa þau á netinu.Flest ef ekki öll folöldin hér á bæ verða til sölu þannig að ef þið viljið forvitnast eitthvað meir þá er um að gera að senda mér netpóst:))

Aumingja Buslan mín þurfti að fara aftur inná spítala í gær en í fyrrinótt fór að blæða úr henni aftarlega og hélt ég fyrst að hún væri að byrja að lóða en það gat bara ekki verið miðað við blóðmagnið.Mig var farið að gruna fyrir all nokkru að pinninn sem var settur í hana væri að ganga útúr henni og fór ég með Buslu til Gísla dýralæknis seinnipartinn í gær og þá kom það rétta í ljós.Pinninn stóð útúr tíkinni rétt ofanvið skottið og var ógeðslegt að sjá þetta.Þessi ræfill hefur ekki kvartað eitt einasta boffs allann tímann og það var farið að bullgrafa í öllu! Gísli hringdi inneftir og sagði að ég væri á leiðinni með tíkina og þetta þyrfti að laga enda aðgerðin sem gerð var á tíkinni sögð einföld og mér sagt að allt hefði gengið vel.Hún hefur aldrei getað stígið almennilega í fótinn og smátt og smátt missti hún lystina á mat og þegar að Buslan mín vill ekki lifrapylsu þá er eitthvað mikið að! Á röngtenmynd sást að allt var ekki eins og það átti að vera og Busla þyrfti á annari aðgerð að halda.Sú aðgerð átti að fara fram í morgun en þegar að ég hringdi uppúr hádeginu þá var bara búið að stytta pinnan,hreinsa sárið og sauma fyrir gatið.Dýralæknirinn sem gerði aðgerðina er í sumarfríi og á Busla að bíða eftir að hún komi úr fríi eftir helgi og þá á að laga það sem misfarist hefur með fótinn.Tíkarræfillinn er kominn á tvennskonar sýklalyf og svo gaf ég henni bólgueyðandi og verkjastillandi í kvöld því hún sat skökk og skæld vælandi fyrir framan mig.Það er MIKIÐ að Buslu ef hún vælir það get ég sko sagt ykkur! Hér er sárið á tíkinni í gær áður en hún fór inneftir á spítalann.Sést kannski ekki vel en það er bunga ofanvið skottið sem pinninn gekk útum.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1222
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537602
Samtals gestir: 57191
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 11:49:00