21.07.2006 23:56
Engin mynd í kvöld gott fólk því það var svosem ekkert til að mynda í heyskapnum í dag.Ég veit ekki hvar allt heyið er sem við héldum að við værum að heyja á öllum þessum túnum klór klór í hausnum!Af öllum túnunum sem voru slegin í þessu holli eru venjulega að koma yfir 70 rúllur en í ár voru þær aðeins 42!!!!!!! Við vitum að vorið var kalt og allt það en þetta er útúr öllu korti og erum við alveg handviss um að áburðurinn sem við keyptum í vor var ónýtur.Hann var svo kekkjóttur í pokunum að það var hreinasta hörmung að bera hann á túnin.Við ásamt fleirum sem keyptum áburð af þessum sama aðila fengum afsökunarbréf útaf öllum kekkjunum en það er ekki nóg ef áburðurinn var ekki að virka!! Þetta þýðir bara eitt.......bretta upp ermarnar og taka málið föstum tökum ekki satt.Taka sýni af áburðinum sem eftir er og senda til Rannsóknarstofnun Landbúnaðarins og fá úr því skorið hvort að það geti verið að áburðurinn sé ekki í lagi.Ef svo er þá náttúrulega vöðum við áfram með það til aðilans sem seldi okkur áburðinn og vita hvað hann vill gera fyrir okkur í staðinn fyrir ónýtann áburð.Ekki gott mál fyrir næsta vetur.....sem betur fer vorum við að bæta túnum á okkur þannig að kannski bjargast þetta þrátt fyrir allt.