
Busla litla hetjan mín er komin heim og líður greinilega miklu betur í fætinum sínum.Hún var alsæl við heimkomuna og fegin að fá að leggjast inni í bælið sitt en ekkert voðalega fegin að fá aftur kragann á sig sem hún reif víst af sér síðastliðnu nótt inná Dýraspítala.En hún verður að hafa kragann í einhverja daga á meðan saumarnir eru að jafna sig þó hún sleppi kraganum á meðan hún borðar og fer út að pissa undir eftirliti:))) Allt lítur þetta vel út og vil ég þakka starfsfólki Dýraspítalans í Víðidal góða þjónustu og sérstakar þakkir til starfsmanns sem tók á móti okkur Buslu.Þessi ungi drengur tók svo vel á móti okkur og var svo kurteis og hlýr.Takk kærlega fyrir okkur.Busla og Fjölskylda Ásgarðinum:))