
Ég rétt missti af fæðingunni á síðasta folaldi hér í Ásgarði í ár.Við sáum að Heilladís var búin að taka sig útúr hópnum og ákváðum að fara niður eftir með cameruna en urðum nokkrum mínútum of sein.En það er alltílagi því ég fékk jarpskjótta hryssu sem er undan Hrók og hér sannar hann það aftur og eina ferðina enn að hann er ekki frekur á litinn sinn ef merarnar eru skjóttar.Ég er að hugsa um að eiga þetta folald sjálf og setja það ekki á sölusíðuna.Mig reyndar dauðlangar til að eiga hana Frigg (rauðblesótt sokkótt á öllum) en það er ekki hægt að eiga allt.

Hér er sú stutta innan við hálftíma gömul að skoða kallinn sem ætlar að fara að heyja handa því fyrir veturinn.Um að gera að sleikja sig nógu vel upp við hann!