Heimasíða Ásgarðs

13.07.2006 18:14

Glæsilegt folald fætt!

Innilega til hamingju Sabine mín með þetta glæsilega fallega merfolald! Hvernig getur nokkur skepna verið svona fullkomin,falleg bygging,frábært ganglag með fótlyftu frá náttúrnnar hendi og liturinn geggjaður! Ef hún Skinfaxa erfir svo góða geðslagið líka frá móðurinni þá getur þetta ekki orðið betra.Það er ekki skrítið að hann Glymur frá Inri-Skeljabrekku hafi orðið hæstur í fyrra af fjagra vetra stóðhestunum miðaða við ganglagið í þessu folaldi en sú stutta hreinlega fjaðrar áfram á töltinu og hef ég aldrei séð svona fjaðurmagnað ganglag hjá folaldi áður.Við skulum vona að Skinfaxa hafi erft það besta frá báðum foreldrum:))

Heyskaður er hafinn hér á bæ og annars staðar þrátt fyrir einhverja seinkun á gróðri vegna kuldakastsins í vor.Gróður virðist hafa hægt verulega á sér en þetta er nú samt allt að koma núna.Við rúlluðum fyrir Sigmar og Möggu 32 rúllur síðastliðinn Sunnudag í brakandi þurrki.Eitthvað er heymagnið minna af túnum enn sem komið er miðað við í fyrrasumar og þá er nú ætlunin hjá okkur Hebba að vera ekkert að spenna okkur upp með að slá meira en Vitatúnið fyrst sem er næst okkur og keyra því bara beint heim óplöstuðu og leyfa hrossunum að éta það.Það er hundleiðinlegt að plasta það tún vegna þess hve mikið Kúmen hefur myndast í því og gata Kúmenstönglarnir plastið jafnharðann og rúllurnar eru palstaðar.Ér þá ekki einsgott að keyra því heim óplöstuðu og dreifa heyinu um bakkann og leyfa hrossunum að róta í því og rest fer sem uppgræðsla.

Við fórum austur í gær með hryssu fyrir Huldu vinkonu en sú fór til Sigga Sig í þjóðólfshaga í þjálfun.Auðvitað skelltum við einum frá okkur með í kerruna en hann var að koma úr tamningu og átti skilið að fá frí og éta á sig gat í Reiðholtinu eitthvað framá haustið en þá verður að taka hann blessaðann aftur og halda áfram með hann áður en hann rennur út á dagsetningu! Þetta er gullfallegur "foli"7 vetra og rétt farið að gera hann reiðfærann! Stundum verða hestar útundan og það á við hann Tvist Brúnblesason.Hann er bróðir hans Hrings að móðurinni til og er hann til sölu og ættu þeir sem naga sig núna í handarbökin yfir að hafa EKKI verslað hann Hring bróðir hans á sínum tíma að stökkva á þennan nú þegar áður en hann springur út einsog Hringur gerði.Þessi verður ekki síðri,kannski betri! Skelli hérmeð mynd af honum Tvist einsog hann leit út í gær en eftir örfáar vikur verður hann orðinn einsog flóðhestur í Reiðholtinu:)) Og fyrir þá sem vilja skoða hann nánar og það litla sem búið er að gera fyrir hann þá er hér linkur inná albúmið hans í Dýragellrýinu mínu:  

http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=5115

Eftir að hafa sett salt í kassann handa hrossunum í Reiðholtinu og bjargað einni kind uppúr skurði þá héldum við áfram austur á Torfastaði í Fljótshlíð til Bjarna og Þuru.Þar var sko margt að sjá og mynda! Fiðurfénaður hvert sem litið var og hundar og hross af öllum stærðagráðum.Hrifnust var ég samt af folaldi sem þarna var 8 daga gamalt undan engum öðrum en honum Þengli heitnum frá Kjarri! Eftir að hafa úðað í okkur pönnukökum og heimalagaðri sultu (eftir Bjarna,hvern annan!) þá drifum við okkur af stað að fanga Fashanana sem við vorum að versla af þeim og svo var brunað heim á leið enda óunninn  verk heima.Skelli hér inn mynd af hænum frá Bjarna en hann er að selja Íslenskar hænur á fæti og Hana (ekki hana Þuru hehehe) uppstoppaða (ekki á fæti)Eða þannig sko.Skilduð þið þetta elskurnar mínar!

 

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1263
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537643
Samtals gestir: 57192
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:10:15