Heimasíða Ásgarðs

19.06.2006 21:37

Stórstjarna og Orka kastaðar

Stórstjarna kastaði snemma í gærmorgun og vakti Hebbi mig klukkan 6:00 og rukum við niður á tún til að vera við ef eitthvað yrði nú ekki einsog það ætti að vera.En stórstjarna var bara hin duglegasta og kom folaldinu sínu hjálparlaust í heiminn einsog ekkert annað væri sjálfsagðara.Hún var mikil mamma og karaði folaldið sitt vel og vandlega.Þetta er móbrúnt tvístjörnótt hestfolald.Hebba fannst að folaldinu veitt nú ekki af aðstoð við að koma sér á fætur og eftir nokkrar valtar tilraunir þá studdi hann það á meðan það var að ná jafnvæginu.

Ég var ekki alveg vel sofin og fór aftur uppí rúm eftir þetta ævintýri og svaf vel og lengi.Hafdís kom að kíkja á Kóng sem er hinn fallegasti og uppgötvuðum við það að hann er með geislabuag í öðru auganum.Hann er semsagt ekki glaseygður,ekki með hring heldur hálfhring eða ljósan baug í hægra auga.Þetta þykir vera merki um góðann hest sagði einn góður hestamaður mér í dag.

Við fórum í gærkveldi með fjórar ungar merar í Reiðholtið og komum til baka með Hyllingu og Freistingu hans Hebba en þær eiga báðar að fara undir Hrók.Þegar að við komum heim og ég var búin að ganga frá öllu klukkan 3:00 um nóttina þá ákvað ég að kíkja á hana Orku sem var líkleg til að fara að kasta.Mér brá heldur betur í brún þegar að ég sá hvar hún húkti yfir folaldi sem var enn í belgnum og ekki bara eitt heldur TVÖ folöld.Þau lágur þarna hlið við hlið og höfðu kafnað í belgnum.Annað var jarpstjörnótt leistótt hestfolald en hitt sem var minna var brúnblesótt leistótt merfolald.Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég var svekkt yfir þessu.Er ekki komið nóg!

Ég hringdi næsta dag í dýralækni og sagði hann mér að sumar merar sem eru að kasta í fyrsta sinn hafa ekki vit á að rífa gat á belginn svo að folöldin geti andað einsog virðist hafa skeð í þessu tilviki.Og hann sagði líka til að hugga mig"Ransý mín.........það er ekki hægt að standa yfir merunum allann sólarhringinn og ekki kenna þér um að þú hafir ekki verið á staðnum.Þegar að hryssur rífa ekki pokann annaðhvort með að krafsa í hann eða bíta í hann með tönnunum þá er um sekúndu spursmál að ræða en ekki mínútu spursmál.Folöldin kafna á stuttum tíma.

Ég setti hana Hyllingu hans Hebba hjá Hrók seinnipartinn í dag en gaf henni fyrst ormalyf.Hrókur tók vel á móti henni og var hryssan greinilega að byrja í hestalátum en ekki komin á tíma.Toppa Náttfaradóttir mamma Hyllingar tróð sér á milli og endaði það með því að Hrókur gafst upp og og lét það eftir henni sem hún var að suða um.Ég held að ég verði að taka hana Toppu úr hópnum því hún er svo frek á hann Hrók og gestahryssurnar eru að byrja að ganga.Voga-Mósa er að byrja að sýna Hrók áhuga en kemst ekki almennilega að honum og reyndar pínulítið feimin við hann.Skelli hér inn mynd af Hrók að "tímasetja" hana Hyllingu sem hann fékk til sín í dag.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1263
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537643
Samtals gestir: 57192
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 12:10:15