Heimasíða Ásgarðs |
||
17.06.2006 02:25Skjóna og Eðja með falleg folöld.Þetta fallega merfolald er undan Eðju Hróksdóttur frá Stærri-Bæ og Ögra Glampasyni frá Hóli.Hún er óskýrð ennþá og er ég voðalega spennt að vita hvort hún verði ekki litförótt einsog mamma sín.Það er ekki slæmt að eiga rauðblesótta-sokkótta-litförótta meri.Sú stutta er sokkótt á öllum fótum og einhvernveginn finnst mér það vera frekar sjaldgæft.Oft eru hross bara sokkótt að aftan eða á þremur fótum. Þetta er afturámóti hann Kóngur litli sem er undan reiðhryssunni minni (fyrrverandi) og Hrók okkar frá Gíslabæ.Ekki hafði hún Skjóna mín mikið fyrir að koma honum í heiminn en þegar að ég var að líta eftir hryssunum eitt kvöldið um daginn þá var allt í rólegheitum og klukkustundu síðar stóð þetta fallega skjótta folald við hliðina á mömmu sinni vel sprækt og farið að hreyfa sig um á tölti! Ég hélt eitt augnablik að Skjóna hefði komist í einhvern annan stóðhest en hann Hrók sem er nú bara dökkjarpur einsog Kormákur pabbi hans en það er alveg útilokað að það hafi getað skeð.Enda þegar að ég hef verið að skoða folöldin undan Hrók fyrir austan og hér heima þá er hann yfirleitt ekki frekur á litinn sinn heldur hafa folöldin yfirleitt orðið svipuð og móðir þeirra. Ég er ekki búin að blogga í fleiri fleiri daga og nú verð ég að fara að rifja upp 9 Júní. Ég mætti galsvösk á úrtökuna fyrir LM hjá Mána og var virkilega gaman að sjá alla þessa frábærlega vel ríðandi krakka og unglinga.Ég tók eitthvað af myndum þó skilyrði fyrir myndatöku væru nú ekki góð. 10 Júní. Ég fór með Freyju og Pamelu útí Hafnir eða heim til sín.Freyja var ekki alveg á því að fara á hestkerruna en með hugviti tókst mér að koma henni um borð.Ég setti bara gúmmíkarlinn góða á kaðalinn og strekkti svo vel á og batt við slána inní hestakerrunni.Pamela var komin um borð og beið þolinmóð eftir Freyju sem smá tosaðist uppá hestakerruna.Ég var ekki langt undan og fylgdist með úr fjarlægð og gerði hesthúsið fínt á meðan.Freyja mjakaðist uppá og var heldur betur fyndið að sjá hana tosast þetta í rólegheitum því ekki voru nein læti í trippinu heldur var hún bara alveg föst í allar lappir. 12 Júní. Við keyrðum Silfra á móts við Jóel í Borgafjörðinn og var virkilega gaman að hitta þau heiðurshjón og strákana þeirra.Fengum við okkur kaffi saman í Hyrnunni og röbbuðum góða stund saman og þá helst um vorið sem hefur verið heldur betur erfitt fyrir bændur norðanlands.Snjórinn sat sem fastast frameftir öllu vori og bændur komnir í þrot með pláss undir allt féð sem er borið og hryssur að kasta útum alla skafla.Aumingja Jóel missti góða hryssu sem kom ekki frá sér folaldi sem var snúið inní merinni og mjög stórt í þokkabót.Eftir mikið rabb þá var komið að því að færa Silfra á milli hestakerra og gekk það einsog í sögu enda folinn orðinn viðráðanlegur og vel unninn í vetur hjá mér Við vorum komin í rúmið óvenju snemma eftir Borgafjarðar túrinn með Silfra eða um klukkan tólf á miðnætti.Eitthvað var að trufla mig um eittleytið og kíkti ég útum stofugluggann að athuga með hryssurnar og þá sé ég að hún Brandstaða-Sokka er að kasta og hékk hausinn á folaldinu út og í belgnum.Við erum búin að vera með hana B-Sokku inni við vegna lyfjagjafar en hún er búin að vera með niðurgang sem virðist ekki vera hægt að stoppa og kom Gísli dýralæknir þrisvar til að líta á hana og láta okkur hafa lyf og annað sem hægt var að gera fyrir skepnuna.Hann ráðlagði okkur svo að setja hana inná besta beitilandið og fylgjast vel með henni því það væri það eina sem hægt væri að gera fyrir hana.Við semsagt þutum af stað útí kuldann til að bjarga því sem bjarga varð og þegar að við komum að merinni þá lá folaldið í belgnum og reif ég hann strax upp og virtist folaldið vera andvana fætt.Ég fann agnarlítinn hjartslátt og hóf þegar að blása lífi í það og nudda það í gang.Eftir þriðja blástur þá hrökk andardrátturinn í gang og hjartað tók kipp og fór að slá hraðar og kröftugar.Hebbi rauk heim eftir bílnum og ullarteppi sem við vöfðum það inní.B-Sokka var ekki alveg á því að elta okkur alla leið en hún vildi hafa Sokku-Dís og Snót með sér alla leið inní hesthús.Þar héldum við áfram að stumra yfir folaldinu en B-Sokka virtist vera búin að átta sig á því að ég var að hjálpa en ekki taka af henni litla krílið hennar.Hún stóð bara yfir mér þessi stygga meri og var farin að hræra með snoppunni ofaní hárið á mér á meðan ég nuddaði og þurrkaði folaldið hennar.En því miður þá hefur folaldið líklegast verið búið að hanga með hausinn of lengi útúr merinni í nístings kulda og roki og líf þess fjaraði út.Þetta tók greinilega meir á mig en ég áttaði mig á því ég var hálfuppgefin eftir þessa erfiðu nótt í marga daga á eftir.Feigur litli var svo grafinn með mömmu sinni næsta dag en það var ekki leggjandi meir á hana B-Sokku og fékk hún hvíldina ásamt folaldinu sínu í heiðursgröf niður á Vinkli. 13 Júní. Við vorum á fullu að setja upp öryggislínu í hagann þarsem hann Dímon Glampasonur verður með merar í sumar.Við völdum undir hann 4-5 merar en ein þeirra er varla talin með en hún fyljast ekki.Við vorum óskaplega spennt að sjá þegar að hann Dímon sæi skvísurnar og komu Boggi og Eygló að hjálpa okkur með stóðhestana tvo en Hrókur fékk að fara í sinn merarhóp líka þetta kvöld.Hrókur og Dímon voru orðnir góðir vinir uppí stóðhestahúsi og höfðu verið saman daginn áður í gerðinu stóra að leika sér.Hrókur tekur öllum vel og fannst gaman að hlaupa og leika við þennan nýja fallega fola.Þannig að við skelltum þeim saman um borð í hestakerruna og keyrðum í girðinguna hans Dímonar og hleyptum honum út.Dímon var nú ekki alveg að heilla þær á stundinni enda engin af þeim í hestalátum.Snót var nú ekki lengi að koma honum í skilning um að hún réði yfir öllu í þessu hólfi og hann skildi láta vinkonur sínar í friði! Snótin sem er alltaf svo prúð og sæt! Hún verður tekin úr þessu hólfi núna á næstu dögum því það gengur ekki að hún standi í vegi fyrir því að folinn fylji þær hryssur sem hann á að fylja.Það var aldeilis upp á henni ti....ið! Sokka-Dís Hróksdóttir og Dímon eru bæði fallega fext og er ég voðalega spennt að vita hvað kemur undan þessum tveimur næsta vor! Hún jarpsokkótt og hann jarpvindóttur-blesóttur!!!!Skelli inn mynd af þeim tveimur og fyrstu kynnunum:)) 14 Júní. Þóra Sigga vinkona mín á afmæli og ég er boðin í fertugsafmælið hennar í RVK.Mín var í fríi þennan dag og var ég bara að dúlla mér innivið og þurfti ekki að gera eitt eða neitt nema að undirbúa mig fyrir bæjarferðina.Jiiiiiiiii.......hvað það var gaman að sjá allar gömlu vinkonurnar aftur og sumar hafði ég ekki séð í ein 20 ár! Kampavínið freyddi uppúr öllum glösum og dýrindis réttir voru á boðstólnum.Mér var boðin gisting ef ég vildi en ég afþakkaði það með þeim orðum að það gæti nú verið heldur betur hættulegt ef að við gömlu vinkonurnar færum af stað á bæjarrölt með Kamapvín í hendi einsog forðum daga.Þá var margt brallað og sumt ekki prenthæft 15 Júní. Ég man ekki alveg hvað ég var að gera þennan dag.......úps.Líkast til man ég það eftir nokkur ár hehehe.Nema ég veit að það er allt að rigna í kaf!Þvílík rigning dag eftir dag!Ég hafði ráðgert að fara í hinn árlega Vigdísarvallartúr en sleppti því þriðja árið í röð vegna veðurs í þetta skiptið.Vanalega hefur verið farið á Jónsmessunni en í síðustu 3 skipti þá hefur þessari vferð verið flýtt um eina viku og leggst það frekar illa í fólk minnsta kosti hérna megin á Skaganum.Mig langar ekkert til að sitja á hesti gegnblaut inná milli fjalla í grenjandi rigningu og roki.Það er hvorki gaman né gott fyrir hestana heldur sem geta forkelast í svona veðrum.Minnsta kosti eru hrossin hér heima með glamrandi tennur í rigningunni og ég er af og til hlaupandi út að bjarga þeim inn á nóttunni þegar að hitinn fer niður á við. 16 Júní. Mín fór í Bónus í dag að versla til heimilisins.Það er ekki það skemmtilegasta sem ég geri að fara af bæ og standa í löngum biðröðum eftir afgreiðslu einsog skeði í dag.Allir að verða vitlausir í skapinu og svo bitnar það á afgreiðslufólkinu sem á sér einskis ills von og reynir eftir fremsta megni að vera kurteist.Ég var að reyna að láta vita af því að það vantaði banana á kurteisann og rólegann hátt og það lá við að strákræfillinn í Ávöxtunum bæri fyrir sig hendurnar einsog ég ætlaði að lemja hann! Ég komst nú óslösuð útúr verslunninni og vona að þessar birgðir dugi bara sem lengst:)) Hebbi var búinn með felst verk þegar að ég kom heim og eina sem ég þurfti að gera var að gefa heimalningunum mjólkina sína fyrir nóttina.Það ringdi svo rosalega að ég hélt ég þyrfti að kalla út Björgunarsveitina með gúmmítuðru til að aðstoða mig við að ná inn tittunum sem að skulfu undir húsvegg.Týr,Þór,Glófaxi,Biskup,Glói og Skjóni voru ekkert smá fegnir að fá að komast inní hlýtt hesthúsið og fá tuggu í stallinn.Tittirnir þrír eru virkilega þægilegir og gæti ég alveg hugsað mér að taka að mér í framtíðinni veturgamla fola í geymslu yfir sumarið en þetta er einskona tilraun hjá mér svona í alvörunni þó ég hafi haft titti áður og þá bara fyrir mig.Þetta eru vænstu grey og ekkert vesen á þeim.
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is