Heimasíða Ásgarðs

07.06.2006 19:42

Gestahross að fara

Jæja gott fólk.Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér síðustu daga að það er ekki venjulegt! Nú verð ég að reyna að bakka eitthvað til baka í huganum og muna hvað var mest spennandi að ske.Auðvitað eru folöldin mest spennandi þessa dagana en þessi herra hér að ofna er búinn að fá nanfið Fengur og er undan Ögra Glampasyni og Moldu frá Tunguhlíð.Fengur er mikið forvitið foald og gaman að setjast niður og taka myndir af honum.Mér sýnist hann verða tvístjörnóttur moldóttur glaseygður á öðru auga en sumir vilja meina að hann verði bleikálóttur.

Um daginn fórum við Hebbi með hrossin hennar Möggu uppí Katanes og voru þau ósköp ánægð að komast í grasið þar.Það er vel sprottið þar miðað við hér í ásgarðinum enda allt annar jarðvegur,meiri mold og mýrar.Hér er svo sendið að ein rigningarskúr gerir ekki mikið.Það er alltaf gaman að koma í Katanesið og sjá hvað Sveinn er að bauka þar.Ég held samt að hann Hebbi minn hafi mikið meira gaman að sjá bíladótið og vinnuvélarnar heldur en hrossin sem við erum að flytja þangað:)) Lömbin í Katanesi eru orðin svakalega stór og er það kannski ekki skrítið því Hrúturinn á bænum ruglaðist eitthvað og kveikti í kindunum löngu fyrir jól!

Hér er allt orðið fullt af fallegum kanínum og gotin voru svo stór að við urðum að taka stíur í stóðhestahúsinu undir 3 læður með 8-9 og 10 unga.Þannig að ef að þið viljið kaupa fallega kanínuunga þá eru til nokkrir sem mega fara frá mæðrum sínum.Loop kanínurnar eru ættaðar frá Sauðnesvita en þar er fallegt og stórt kyn sem ég náði mér í í fyrra.Feður unganna eru Sauðnesvitakall og hvítur kall frá Ásgarði og er hann ein 5 kíló að þyngd.Castorinn er undan mjög góðu pari og er það 10 unga got.

Lömbin rifna upp og eru þvílíkt dugleg að drekka mjólkina sína.Vala er alveg svakalega frek á sopann og prílar upp eftir manni á meðan mjólik er blönduð handa þeim.Hermann hrútur sem var fótbrotinn þegar að hann kom er gróinn og snýr fóturinn kannski ekki alveg rétt en hann stígur í hann og er farinn að hoppa og skoppa og meira að segja farinn að hoppa uppá heyrúllur en Hebba leist nú ekki neitt voðalega vel á þegar að hann ætlaði að láta sig vaða niður af rúllunni og greip af áður en hann fótbryti sig aftur með þessari fífldirfsku sinni.Líklega er að bætast við fjórða lambið sem er í einhverjum vandræðum með að fá sopann sinn úr mömmu sinni en Ransý "mamma" mun nú redda því:))

Við vorum boðin í grill og guðaveigar um daginn útí Fjörukot en hópur af skemmtilegu fólki fór ríðandi  þangað en við Hebbi fórum bara bílandi vegna anna í okkar bústörfum.Þarna var yndislegt að vera í góðra vina hópi,allir tættu af sér brandarana og voru þeir sumir bannaðir að minnsta kosti innan fimmtugs ef ekki meir!Skelli hér inn mynd þaðan.

Fyrir um tveimur kvöldum gleymdi ég mér alveg í frumvinnu við veturgömlu trippinn.Mýldi ég ein 4 mertrippi og hengdi utaná Biskup sem var duglegur að draga þau á eftir sér útað búi og til baka.Sóley og Feilstjarna voru alveg einsog englar og fylgdu okkur vel eftir.

Biskup var alveg viss um að fá mola í hverju skrefi sem verðlaun:))Þetta trippi líst mér vel á því það er svo lundgott og meðfærilegt.

Feilstjarna Nökkvadóttir (frá Háleggstöðum)var mjög skemmtileg að vinna með og alveg með ólíkindum hvað hún var örugg og treystir manni vel.Hún er tilbúin til að fara í Reiðholtið á næstu dögum.Ég hef ekki áhyggjur af því að ná henni ekki aftur í haust.

Sú minnsta tók alveg rosalega á og ætlaði sko ekki að láta fara eitt eða neitt með sig! Ég hef aldrei séð gúmmíkarl verða svona mjóan eftir svona lítið dýr einsog hana hemlu litlu:)) En kallinn hafði betur en það tók ansi drjúga stund að fá hana til að skilja að hún hefði ekki betur:)) Biskup dró hana á eftir sér útí bú og þar fengu hún og Biskup snúða í verðlaun og eftir það teymdist hún einsog ekkert annað væri sjálfsagðara.

Freyja var ekki alveg að viðurkenna ósigur sinn frekar en Hemla litla en Biskup og gúmmikallin réðu:))Eftir dágóðann spotta fór þetta að ganga betur og þurfa Hemla og Freyja að fara aðra bunu til að sætta þær endanlega við þessa meðferð:)) Það var svo gaman hjá mér og Biskup(verðlaun í munn) að við vissum ekki hvað tímanum leið og þegar að Hebbi var farinn að óttast um kellinguna sína og hringdi niður í hesthús þá var klukkan farin að ganga tvö um nóttina!

Í dag gáfum við útiganginum og afhentum hana Hel Hróksdóttur sem er að fara norður á morgun.Eigandinn kom og sótti hana og kveið okkur pínu fyrir því að setja hana í kerruna en það gekk víst alveg hrikalega að koma henni um borð í vetur þegar að hún kom hingað.En með brauðmútum og lagni tók þetta innan við 5 mínútur! Sko okkur!

Ég skrapp inná Mánagrund í gærkveldi en það ætlaði að koma maður og kíkja á söluhross og verðleggja Hring.Ég verð víst að selja hann því að einhverstaðar verða að koma inn aurar fyrir öllu sem þessu hrossastússi tilheyrir.En þarsem við biðum eftir kauða ( sem mætti ekki) þá sáum við skemmtilega og fyndna sjón útum kaffistofugluggann hjá Bogga og Eygló! Fíni flotti hesturinn hennar Sunnu Siggu var að redda sér um fáein fíflablöð sem uxu einsog fílf rétt fyrir utan gerðið:)) Sá var nú liðugur og sniðugur!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 902
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537282
Samtals gestir: 57179
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 09:47:54