Heimasíða Ásgarðs

26.05.2006 23:57

Kvennareiðin og folöld!

Þetta litfallega hestfolald kom í heiminn klukkan eitt síðastliðna nótt og er undan Halastjörnu og Ögra frá Hóli.Ég var alveg viss um að hún Halastjarna kæmi með brúnblesótt en hún bætti heldur við og skreytti litla drenginn sinn með þremur leistum og svo er hann með annað augað glaseygt!

Klukkustundu síðar sömu nótt kastaði Litla-Löpp jörpu merfolaldi og er það líklega með vagl í öðru auganu.Ég var alveg hissa að sjá ekki einn einasta hvítan blett í því,hvorki stjörnu né nokkuð annað?

Það var sko galvaskur hópur kvenna sem safnaðist saman á Mánagrundinni fyrir hina árlegu kvennareið Mána.Auðvitað drifum við okkur 3 saman úr Garðinum,6 úr Grindavík og ein úr Kópavoginum og alls vorum við um 50 talsins sem létum engan bilbug á okkur finna og riðum útí Garð á móti kulda og roki.Gudda var svo yndisleg að lána mér hann Glóa sem hét á tímabili Logi í ferðinni (var alltaf að ruglast,skrítið:) og í restina hét hann Glogi minn .Þá var nú eitthvað komið í tána á minni.En klárinn skilaði kellu alla leið útí Ásgarð og varð ég svo hrifin af klárnum að ég reyndi að fala hann af henni Guddu minni en það var alveg sama hvað ég ætlaði að safna miklu af bankabókunum hún gaf sig ekki .EN .........Ég má hafa hann einsog ég eigi hann,ekki satt Gudda mín! Eða þannig sko hehehe!

Jæja gott fólk,ég ætla að reyna að stofna albúm fyrir Kvennareiðina og þar getiði séð hvernig Grindvískar,garðiskar og Suðurnesískar meyjar hegða sér! Varúð þetta albúm er bannað inna 18 .Og engum verður hlíft .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 854
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 592031
Samtals gestir: 59668
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 11:58:41