
Svona var útsýnið í gærmorgun þegar að við vöknuðum.Allar kanínurúllurnar ónýtar eftir aðkomuhross frá næsta bæ.16 rúllur gataðar og skilur maður ekki hvervegna hross þurfa alltaf að gera gat á ALLAR rúllur sem þau komast í.Ég hefði nú svosem mátt búast við þessu þarsem hross frá sama aðila eru að fara í 4 sinn í rúllur frá mér og eru þær orðnar alls 30 sem að hross frá honum hafa skemmt.Hross frá öðrum aðila skemmdu 23 rúllur og borgaði sá maður minnsta kosti plastið.En að öðru miklu skemmtilegra.
Í fyrradag fórum við með tvö hross í Hvalfjörðinn fyrir hana Möggu mína.Fönix og Pegasus eru þá komnir á grænt og alveg alsælir blessaðir.Við komum svo við í bakaleiðinni við í Grindavík og fengum þar tvær gimbrar og hrútlamb sem er fótbrotið á framfæti.Hann er sprækur sem lækur og gefur gimbrunum ekkert eftir við pelann.Á morgun fer hann til Dýralæknis sem ætlar að laga brotið.Það er orðið fallega grænt í Grindavíkinni einsog hér við Garðskagavitann.En munurinn er sá að hér eru hross á beit um öll tún en í grindavíkinni eru kindur og lömb um öll tún.
Ég hitti Gutta og eiganda hans í Neðri-Fák og mátti hann ekkert vera að því að tala við kellinguna.Hann ólmaðist við að gera hryssunum til hæfis sem voru í hestalátum með ósýnilegum bibba hehehehehe.Kannski var hann svona mikið að flýta sér svo hann kæmist til að leika við vin sinn sem pústaði á meðan Guttinn ólmaðist á hryssunum.Hann er sko alger Guttormur og fyndið að sjá hvað hann hefur lagast mikið við að missa öll þessi kíló en þetta er feitasti hestur sem ég á ævinni hef séð
.
Ég er alveg að farast úr spenningi hvaða hryssa kastar næst en líklega eru þær að bíða eftir rigningunni blessaðar.Þá líklega rignir úr þeim folöldunum.Þær eru á ferð og flugi um alt,ýmist niður á baka að kroppa eða heimvið í rúllunni.Ég þarf að halda áframa ð ormahreinsa þær sem eftir eru og koma þeim niður á túnið líka.Það er brjálað að gera
.
Corinne og fjölskylda komu í dag til landsins og tók ég á móti þeim í Flugstöðinni.Mikið agalega er þetta indælt fólk og gaman að geta sýnt því Ásgarðinn í allri sinni dýrð,heilir 40 hektarar
.Það fannst þeim stór jörð en þau eiga 7 hektara jörð útí Sviss og þykja bara risastórir landeigendur í sínu landi!Þau voru mjög hrifin af henni Sóley sinni sem kom inní hesthús með Biskup að láta klappa sér.Börnin fengu að gefa lömbunum pela og ljómuðu þau alveg þegar að þau rifust um túttuna
.Eftir mikið klapp og kel við bæði hross og lömb var farið í bæinn og kaffi og meðlæti borið á borð.
Jæja gott fólk"best að drífa sig út að ná inn hrossum en í fyrramálið á að keyra Von í bæinn því hún er að fara til Sigga í Þjóðólfshaga og síðan í kynbótadóm ef hún er tilbúin til þess.