
Þær voru syngjandi ánægðar ljóskurnar tvær þær Kapella og Sóley þegar að ég var búin að bursta þær og snurfusa fyrir myndatökuna.Ekkert smá flottar að verða og er Kapella nánast að verða komin í sumarbúninginn sinn.Það var gaman að geta dundað aðeins í trippunum í kvöld og vann ég svolítið í honum Týr sem er búinn að vera svolítið feiminn með mann í vetur en núna stendur þetta allt til bóta því hann verður að gefa sig að manninum í heimahesthúsinu þarsem hann lendir inná tamningabásnum ef hann er með eitthvað múður.En hann kom mér reyndar mjög á óvart í kvöld og var farinn að elta mig og rukka mig um brauðmola:)) Hann má alveg við mola í munninn sinn af og til.
Ég var dugleg í dag einsog alltaf:)) Gaf útiganginum og fóðraði allt liðið uppí búi en þar eru ansi margir munnar að metta.Fönix og Pegasus fóru saman útí dag og gekk það ágætlega.Eitthvað finnst nú Fönix gaman að stríða Pegasus pabba en hann ólmaðist í gamla "manninum"látlaust þartil Pegasus varð fúll og skammaði soninn rækilega.Eftir það fóru þeir að velta sér og fóru svo í rúlluna að dunda við að belgja sig.Hrókur fékk að sprella í hólfinu um stund meðan ég gaf öllum inni og varð hann voðalega feginn þegar að ég kallaði í hann inn því það var orðið svo kalt úti.
Merarnar eru bara rólegar og núna er spennan mikil að vita hver verður næst að kasta.Sumir eru að drepast úr spenningi...........hehehe.