Heimasíða Ásgarðs

11.05.2006 16:39

Sorg og gleði

Ég var mikið svekkt í gær en hún Villimey kastaði jarpskjóttu merfolaldi og þurfti það endilega að fara í girðinguna og þar endaði ævi þessi.Ekkert smá svekkjandi að koma að þessu.Villmey er mamma hennar Skjónu minnar sem er hér að ofan á mynd og má ekkert koma fyrir folaldið hennar Skjónu því að það er fermingagjöf til ungrar stúlku á Selfossi.Skjóna er við það að fara að kasta og flutti ég 6 hryssur niður á tún í gærkvöldi og bætti svo við 2 áðan.Allar voru þær ormahreinsaðar þannig að það ætti að halda túninu smitfríu að mestu við ormum en ég reyni allt sem ég get til að koma í veg fyrir orma í ungviðinu.Það tefur svo fyrir vextinum hjá þessum greyjum.En það eru líka góðar fréttir.

Hún Molda kastaði í nótt og hef ég líklega verið við það að sjá folaldið koma en ég var til eitt síðastliðna nótt að koma þessum 6 merum niður á túnið.Ég sótti tvær og tvær saman og ormahreinsaði þær og þegar að við vöknuðum í morgun þá stóð Molda með glænýtt folald sér við hlið sem var að súpa ylvolga mjólkina.Molda hefur kastað 5 metra frá rúllunni á túninu því ég fann fylgjuna úr henni þar.Nú er best að drífa sig niður eftir og taka myndir af gripnum og sjá hvaða kyn eigandinn hennar Moldu fékk:))

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591750
Samtals gestir: 59631
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 07:08:44