Það var vígalegur hópur af mönnum og konum sem komu ríðandi í dag í Ásgarðinn.Eitthvað á þriðja tuginn af hrossum og hressu fólki sem var auðvitað drifið uppá blettinn góða og gefið kaffi og útíða fyrir þá sem það vildu.Þar fór restin af Brandýinu sem að Grindjánarnir vildu ekki í Páskareiðinni:))Eitthvað gátum við nú smakkað á Amarúllanu sem að keypt var um daginn þannig að sú flaska kemur ekki til með að skemmast einsog sú sem ég skilaði í Ríkið um daginn en torkennilegar flyksur voru í henni og fékk ég samstundis aðra í staðinn.
Við Eygló vorum sem spenntar að sjá hrossin taka rassakastasyrpu fyrir okkur en eitthvað stóð á henni þrátt fyrir að við færum og prumpuðum duglega á þá en það var sko ekki að virka.Það var ekki fyrren átti að beisla gæðingana sem að þeir tóku á rás með stertana hátt á lofti og fótlyftur sem að voru sko spari spari og notaðar eingöngu í svona tilvikum hehehe.Ekki var viðlit að eiga við suma af gæðingunum og urðum við að reka þá í rétt og inní hús til að stoppa af þessa skemmtun þeirra.
Þegar að hópurinn var farinn þá náði ég í hann Tvist Brúnblesason en hann er að fara í frumtamningu til Jóns Steinars.Vonandi að hann verði að góðum reiðhesti handa mér.......nú ef ekki þá er frystikistan hjá tíkunum að verða tóm.
Það er nú aldeilis að fuglafánan er mikil þessa dagana í Ásgarðinum en í dag var ofsalega fallegur steindepill í garðinum og náði ég þokkalegri mynd af honum í gegnum eldhúsgluggann og með aðdráttalinsunni.Svo voru tvær Stormsvölur niður við hesthús að leika sér og flugu rétt við hausinn á manni og voru þær alls óhræddar við mann.Þennan fugl hef ég aldrei séð áður nema þá í dýralífsmyndum í sjónvarpi og var gaman að sjá hversu fimir þeir eru á fluginu.Þetta eru flækingar sem líkilega stoppa stutt við,en hver veit?Er ekki alltaf að verða hlýrra og hlýrra á Íslandi og allskonar pöddur farnar að lifa hér af veturinn ár eftir ár einsog allar þessar ógeðslegu Geitungar sem ég er svo hrædd við.Svo hlægja Reykvíkingar að manni þegar að maður hoppar um af hræðslu þegar að þessi kvikindi fljúga í kringum mann.En ég get þó alltaf hlegið að þeim þegar að þeir koma heim til mín og öskra ef að Kría flýgur nærri þeim hahahahaha.Þeir henda sér niður einsog að handsprengju hafi verið hent að þeim hehehe.
Best að skella inn einni góðri af óþekktarössunum frá í dag og setja svo eitthvað inní Albúmin líka.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.