Heimasíða Ásgarðs

01.05.2006 13:19

Nálin að koma!

Þá er maður farinn að sjá það á hrossunum að nálin er að gægjast uppúr jörðinni því að unghryssurnar eru ekki eins kjurar í rúllunni sinni og eru að þvælst um allt kroppandi og snöflandi eftir nálinni.Ég hélt í gær að þær væru heylausar sem þær eiga allsekki að vera því þær voru bókstaflega útum allt borandi nefinu ofaní hverja smugu en aldeilis ekki,það var hellingur eftir af rúllunni þeirra þegar að ég kom með aðra! En þarsem þær eru nú að stækka og þroskast þá skellti ég hinni rúllunni niður hjá þeim.Þær drekka ekkert smá af vatni en þær eru með fiskikar hjá sér sem að við fyllum reglulega og fara líklega cirka 3-4 kör á viku í þær og eru þær 7 þarna saman!

Í fyrradag vorum við kominn inn óvenjulega snemma og borðuðum á réttum tíma meira að segja.Góða gesti bar að (Ás)garði og voru það þau Boggi og Eygló og ekki má gleyma litla stubbnum honum Snúð sem að situr og liggur og bíður þolinmóður eftir því að tvífætlingarnir fái nóg af að tala um hesta og aftur hesta.Við Eygló gleymdum okkur alveg yfir Hrafnmessunni en það er svo þægilegt að geta horft á helstu viðburði í tölvunni með því einu að fara inná http://www.hestafrettir.is/ og sjá þar fullt af skemmtilegum viðburðum á vídeói.

Sama dag kom hann Eiríkur Hjalta og sótti sinn flotta stóðhest hann Stirni sem nú á að fara að temja.Í gær fór hún Grindavíkur-Skjóna heim til sín en hún fer að kasta og vitanlega vilja eigendur hennar fylgjast grant með henni og væntalegu folaldi.Það er alltaf spennandi að sjá þessi háfættu kríli bögglast af stað á sínu völtu fótum:))

Í gær rak ég kallinn minn í frí.Byssuvinir voru að fara í Svartfugl og ætlaði hann að vera heima að taka á móti fólki sem að á hér húsbíla og annað dót í geymslu en ég hélt nú að ég gæti afgreitt það á meðan hann færi með félögunum að veiða.Það er nú ekki svo ósjaldan sem að hann er búinn að trússa með mér á hestaferðalögum og þeytast í kringum mig í mínu áhugamáli.Svo er svo gaman að taka á móti kallinum sínum ferskum og þreyttum eftir að gera það sem að þeir hafa allir í genunum,að veiða og afla matar fyrir fjölskylduna.Það er á mismunandi hátt sem að þeir gera það hver og einn hvort sem það er í formi veiðibráðar,Bikars eftir íþróttaleik eða launaumslag eftir vinnuna.En allir koma þeir með eitthvað heim í kot.Það er í genunum að draga björg í bú bæði hjá mannfólkinu og dýrunum ef maður fer að hugsa það vel.

Ég afgreiddi í gær þónokkuð af dóti og gaf útiganginum.Þvínæst kláraði ég að slóðadraga bakkann og vona ég að hann grói upp í gengum sandinn í sumar en ég er ekkert alltof spennt að setja merarnar snemma á hann.Þeim þykir reyndar voðalega gott  að komast þarna niðureftir og kasta þar í friði og ró og verður það svo að vera áfram.Það má ekki loka fæðingardeildinni þeirra:))

Geldingarnir hér heima og stóðtittirnir voru heldur betur búnir að "taka til" í heimahesthúsinu í gær arg arg! Ég get sjálfri mér um kennt því ég hafði ekki loka hliðinu inná gang nógu vel og var sko stuð hjá þeim þar.Þeir lentu í óvæntri brauðveislu og voru búnir að rífa í sig fullan svartann brauðpoka og tæta heyið um allt og skíta um allann gang arg arg.Einsog við Magga og Inga gerðum allt voðalega fínt þarna um daginn! En svona er nú lífið og tek ég bara til aftur.

Núna ætla ég að skjótast útá Mánagrund og berja þar augum alla gæðingana í Firmakeppninni sem þar verða:))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 613
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 203
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 591790
Samtals gestir: 59639
Tölur uppfærðar: 9.5.2025 07:52:43