
Þá er ballið að fara að byrja hjá honum Hrók og fyrsta hryssa var að fá pantað hjá honum í dag.Hann mun þjónusta hryssur fyrst um sinn á húsi en fer svo snemma útá tún líklega um miðjan Maí til að taka á móti sumarhryssunum sínum.Tollurinn hjá honum er 20.000- á húsi en þær merar sem að koma til hans í stóðið fá að vera hjá honum í 3 mánuði og verður tekið 2000 krónur í girðingargjald per mán fyrir utan folatollinn.Hrókur er alveg einstaklega geðgóður og má bæta hryssum á hann þó að búið sé að sleppa honum í stóðið.Ég hef vanið hann á það að bæta hryssum á hann alveg síðan hann var 3 vetra.Hann fyljaði 100%í hitteðfyrra og árið þará undan var fyljunarprósentan 94% sem er mjög gott.Stefnt er með hann í dóm árið 2007 ef allt gengur að óskum.Hann á meira inni segir Agnar Þór sem að sýndi hann síðastliðið vor en það sem hefur aðallega háð honum er full lítill vilji til að byrja með en úr því rættist duglega í fyrra og er hesturinn vel viljugur og áframsækinn í dag.Hann gefur virkilega háfætt,bollétt og geðgóð afkvæmi.