Heimasíða Ásgarðs

20.04.2006 00:08

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar elskurnar mínar nær og fær!

 

 Ég get svo svarið það að ég er búin að vera ofurdugleg í dag.Tók af rúmum í dag og þvoði,og hengdi út á snúru.Ryksugaði allt húsið og þreif baðherbergið vel.Síðan æddi ég útí bílageymslu og hjálpaði kallinum mínum við að afhenda Húsbíla og hjólhýsi en nokkrir komu í dag til að sækja sitt eftir vetrargeymsluna hjá okkur.Síðan setti ég út hross og gaf þeim sem að inni eru og vatnaði.Fór extra vel yfir kanínurnar og paraði nokkrar Castor Rex læður og endurparaði þær sem hafa verið að plata.Ein af þeim sem að er svo skemmtileg við mig er hún Snjóber en þetta er í 3 sinn sem ég para hana á þessu ári og alltaf finnst henni þetta jafn gaman að fá að hitta 2801 en það er hvítu stærðarinnar högni (ekki Högni járningarmaður) sem að heitir öðru nafni Risi en hann vegur ein 5 kíló!Ég fer að halda að hún Snjóber hafi komist í getnaðarvarnir einhverstaðar?

Næst skellti ég mér út að gefa útiganginum sem var nú reyndar svo heppinn að fá brauð í forréttt á undan rúllunum:)) Það er til nóg af brauði á bænum þessa dagana þannig að hrossin njóta þess sem að endurnar ekki torga.Hryssurnar líta vel út og mokast af þeim hárin.Margar eru orðnar bísna þungar á sér og vex nú spennan hver þeirra verður fyrst til að kasta.Ég veðja á hana Halastjörnu,Eðju eða Moldu.Þær eru svo digrar og flottar:))

Ég er á kafi í gróðurhúsinu af og til og mín er sko að fara að rækta kál í matinn og allskonar gotterí.Það er svo gaman að sjá hvernig plönturar lifna við þarna inni og styttir þetta verulega veturinn að hafa gróðurhúsið.Í gær keypti ég mold hjá Ásu frænku hans Hebba og á ég að blanda henni saman við mína góðu mold og skeljasand úr fjörunni en þá á ég að vera komin með nokkuð gott í gogginn fyrir matjurtirnar mínar.Ég er með 3 tegundir af tómat,Brokkólí og eitthvað fleira sem ég kann ekki að nefna en er vel ætilegt.Svo er ég með nokkrar skemmtilegar plöntur en þær eru svo sérstakar með það að ef maður snertir laufin á þeim þá skella þau saman í snarhasti! Bara fyndin planta:))

Á morgun á að vakna og halda áfram að slóðadraga túnin en kalinn minn ætlar að halda áfram við það og meira segja að bera á fyrir vorbeitina þarsem folaldsmerarnar verða settar.Ég var svo æst um daginn að ég fór að slóðadraga Brunnflötina en það var víst ekki nógu vel gert vegna þess að það var enn frost í hrossataðinu þannig að það dróst bara með slóðanum í staðinn fyrir að myljast niður.En ég fékk þvílíkt vorkikk útúr þessu og kom heim alsæl af traktornum með smá vor ilm úr jörðinni í nefinu.

Myndin hér fyrir ofan er tekin í dag 19 Apríl en ég er að rækta fífla í kanínuungana og gengur það vel í gróðurhúsinu! Hverjum ætti svosem ekki að takast að rækta fífla hehehehehe.

Sokkadís hennar Sabine að borða brauðið sitt.Ekkert smá fax á henni eða hófskegg! Svo er bara spurningin hvenær kynbótabomban fæðist undan henni og Glym????

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1222
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537602
Samtals gestir: 57191
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 11:49:00