Heimasíða Ásgarðs

16.04.2006 23:23

Monty Roberts og Páskareiðin

Jæja gott fólk á ég ekki að fara að bulla svolítið á blogginu mínu.Það sem hefur verið að gerast hjá mér síðustu daga er að ég fór á sýninguna hjá Monty Roberts og var ég svo heppin að hún Gudda vinkona bauð mér og sátum við alveg við hringgerðið.Það vantaði sko ekki að við kunnum þetta allt saman sem kallinn var að sýna og ég er alveg með það á hreinu að hann var búinn að stela af mér tveimur atriðum að minnsta kosti! Nei" þetta var allt saman gott hjá kallinum en það er alltaf þetta EN hjá manni sem að hljómaði stundum hjá okkur Guddu minni.Eflaust var þessi sýning mjög fróðleg og góð fyrir þá sem að eru ekki alveg búnir að fæðast og alast upp með skepnum og var þetta frábært framtak hjá þeim sem að stóðu að því að flytja kallinn og sýninguna hans inn til landsins.Ég var ánægð með að ná að kaupa múlinn góða og fylgir honum myndand sem ég á eftir að skoða.Ég keypti annað myndband og var einsog smástelpa í biðröð eftir eiginhandaráritun á hulstrið hehehehehe.Ég er ekki frá því að einn daginn selji ég það fyrir fúlgur fjár:)))

Páskareiðin hjá Mánamönnum var heldur betur skrítin og stoppaði fólkið ekki neitt þarna á næsta bæ við okkur og ekki einu sinni komu Grindjánar við hjá mér til að fá sitt árlega kaffi og Koníak.Öðruvísi mér áður brá! Ég sem að var með allt tilbúið handa þeim en þá strunsaði liðið bara heim á leið í miklum flýti.Það kíktu við 3 reiðmenn á 5 hestum og 5 manneskjur bílandi,það voru öll ósköpin!Hvað er eiginlega að ske????? Það er eitthvað ekki einsog það á að vera það skal ég segja ykkur og grunar mig að eina ferðina enn hafi ekki verið tekið vel á móti Grindjánum þegar að þeir komu til Keflavíkur með hrossin sín ferðaþreytt og lúin.Það er þá ekki í fyrsta skipti sem það skeður og er til háborinnar skammar! Ég hef aldrei komið svo til Grindavíkur að ég eigi ekki greiða leið í hesthús með mín ferðaþreyttu hross og oftar en ekki hafa þeir tekið á móti manni með þvílíkur kræsingum að það hálfa væri nóg!

Skelli hér inn myndum af þeim sem þó kíktu í koníakið og kaffið í Ásgarðinum.

Gunnhildur gella á Skjóna.

Frikki babe á grárri fimmvetra og með Hrafninn í taumi.

Og hann Sæmi úr Njarðvíkunum altaf svo yndislega hress og skemmtilegur.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 1222
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 664
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 537602
Samtals gestir: 57191
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 11:49:00