Núna er ég viss um að vorið sé komið eða við það að koma. Hér í Ásgarðinum er gróður farinn að kíkja uppúr moldinni og þvílíkt af fuglum kominn til landsins.Ég er búin að sjá Þresti,Tjalda,Hettumáva og þvílíkt af Sílamávum sem eru farnir að drita á húsið mitt og gluggana hér á bæ.Það stendur nú ekki lengi yfir en eftir cirka 3 vikur kemur Krían og hrekur burt mávinn á mínu landi.Það er ekki sjens að mávur geti flogið nærri íbúðarhúsinu eða yfir landið okkar eftir að hún sest hér að til að verpa í túnunum okkar.Svo er hún mjög dugleg að láta vita ef að Minkur kemur eða Refur.Rebbi kemur hér á hverri nóttu og sá vinur okkar hann á leið til okkar í gærkveldi um tíuleytið.Þetta er líklega sama tófan og ég sá um daginn og sú sem að hefur verið að éta brauðið með öndunum og núna andareggin en hún er drifhvít að lit.Það er ekki gott að hafa hana hér þegar að Æðarfuglinn fer að koma upp til að verpa.Enn er ekki búið að friða Tófuna hér á Suðurnesjum þannig að okkur ætti að vera óhætt að ná þessari áður en hún fer að gera usla í varpinu hér.
Í dag er ég búin að vera á fullu í Gróðurhúsinu mínu sem er að breytast í matjurtahús en ég gafst uppá rósunum sem þar voru vegna Blaðlúsar sem að voru svo þrálátar á þeim.Mín er búin að kaupa sér allskonar fræ og meira að segja búin að setja niður fræ sem eru komin upp! Nú er bara að krossa saman fingur og vona að þeir séu eins grænir og þeir voru þegar að ég var krakki en þá var ég voðalega dugleg að rótast í mold með góðum árangri.Reyndar þurfti ég að byrja á að taka upp kartöflur sem að eru búnar að bíða eftir mér frá í haust! Það var sko engin smá uppskera sem ég fékk af bláum kartöflum sem að er kölluð Blálandsdrottning en hún kom með ef ég man rétt Franskri Skútu sem að strandaði fyrir vestan um aldamótin 1800-1900.Ef einhver veit meira um þær þá endilega látið mig vita! ég hef gaman af þessum kartöflum,þær eru svo sérstakar:))
Ég verð að deila með ykkur skemmtilegri mynd sem ég fékk senda til mín fyrir nokkru.Þar sést hvað Íslenski hesturinn getur verið skapgóður og taugasterkur.Það fylgdi sú saga myndinn að þessi hryssa hafi verið dugleg að koma krökkunum á bænum á fætur.Þau voru alltaf til í að fá að fara á hestbak á henni þegar að hún kom í heimsókn í bæinn.

|