Best að blogga gærdeginum í snarhasti áður en han gleymist ekki satt! Við hebbi gáfum útiganginum í gær og fórum extra vel yfir allar skepnur útí stóra húsi.Ákváðum svo hvar við ætlum að loka endurnar inni áður en 12 Apríl rennur upp en þá eiga alifuglabændur að vera komnir inn með fiðurfénað sinn vegna hættustigs 2 sem skollið er á hér vegna þess að Fuglaflensan var að lenda í Bretalandi.Ekkert til að hafa áhyggjur af en best að hlýða yfirvaldinu og ekkert sjálfasagðara.
Um kaffileytið sá ég mann koma ríðandi eftir veginum og það var sko ekkert neitt fet það get ég sko sagt!Hver haldiði að þetta hafi verið kominn alla leið ríðandi með þrjá til reiðar frá Mángrundinni? Enginn annar en Sá Besti eða réttara sagt Óli á Stað! Auðvitað voru hrossin drifin inní hesthús og gefin tugga og Óli drifinn inn í kaffi og kleinur.Síðan tók hann út hrossin hér á bæ og leist honum vel á Hrókinn minn og var ég sátt og sæl með það enda maðurinn afar snjall og mikill spekúlant þegar að hrossum kemur.Það var farið að snjóa alverulega þegar að Óli lagði af stað heim aftur og ef þetta hefði verið einhver anar en hann þá hefði ég nú athugað hvort að hann hefði skilað sér alla leið inn á grundina en þarsem Óli er nú vanur að ferðast einn og með margt af hrossum þá hafði ég nú ekki miklar áhyggjur af honum þessa 10-12 kílómetra þó að það hafi ekki verið sérlega gott að sjá úr augum.

|