Það vantar ekki flott folöld á Mánagrundina það get ég sagt ykkur.Ég var að koma af folaldasýningunni og voru eitthvað í kringum 30 folöld sýnd þar hvert öðru vænlegra og flottara.Ég þurfti að fara frekar snemma því kallinn er að fara á mót á morgun og vaknar því snemma og ég ætla að vakna með honum því það er maður að koma og skoða stóðhestefnin á bænum og ætlar hann að leigja einn af þeim í sumar.Einhvernveginn býst ég við að hann velji Ask Stígandason sem er moldóttur alveg gullfallegur foli sem rekur sig í hana Heklu frá Heiði í móðurlegginn.En Heklu þarf vart að kynna en hún er hæst dæmda klárhryssa í heimi með 8,78 fyrir hæfileika.Reyndar eru 1 verðlauna hryssur búnar að panta pláss hjá honum í sumar en þær mega víst fylgja honum ef að þessi maður velur hann.Það verður mun þægilegra að hann fari annað svo að hrókur hafi allann ásgarðinn útaf fyrir sig og sínar merar.
Skelli hér inn mynd af langflottasta folaldinu sem ég sá á folaldasýningunni en það er folaldið Fönix frá Ásbrún.Ég spái honum fyrsta sætinu!


|