Þá er hann Hringur búinn í staguppskurðinum og allt gekk vel.Hann var vel ryðgaður í löppunum sínum langt fram á dag svo við fórum bara að eyða tímanum á meðan hann var að jafna sig í hesthúsinum hjá Agli dýralækni.Reyndar sagði Hebbi að við værum nú ekki að eyða tímanum heldur peningum og var það alveg satt hjá honum hehehehe.En það var ýmislegt sem okkur vantaði og vantaði ekki í öllum hestvöruverslunum í bænum sem við þræddum.Við sóttum svo Hring um Fjögurleytið og teymdum hann varlega uppá kerruna og svo var ekið með hann inná Mánagrund til Eyglóar sem ætlar að taka að sér að þjálfa hann í gegnum ferlið sem nú hefst eftir staguppskurðinn.Svo er bara að krossa fingur og vona að stagið sem háði honum greinilega í reið hafi ekki náð alveg uppí heila en þar verður það víst ekki skorið úr honum.Þetta er nú líklega ekki svo alvarlegt en hann Hringur er nú ekki búinn að vera reiðhestur í nema 5 mánuði cirka samanlagt og lundin í þessum hesti er fyrir mjög góð.
Egill að munda skærin á stagið sem skrapp upp þegar að hann klippti á það.Snyrtilega gert hjá drengnum.
Svo svaf maður og svaf langt frameftir hádegi! Eitthvað líkur eigandanum sínum hehehehe:))))
|