Heimasíða Ásgarðs

20.03.2006 14:23

Biskup og Tvistur komnir heim.

Það er búið að vera mikill og skemmtilegur gestagangur hér um helgina.Á Laugardeginum kom Gísli dýralæknir að sprauta folöldin við orm og lús og Hrókur,Hringur og Fönix fengu sínar sprautur líka.Ætti þetta að vera orðið fínt hjá folöldunum en þau hafa fengið Equalan ormalyf í munninn strax við komu og sum hafa fengið tvisvar á meðan ég beið eftir að panta dýralækninn.Loksins var það hægt en ég var að bíða eftir að folaldaumferðin stoppaði í húsinu hjá mér svo að allir fengju sama daginn sprautuna.Við Gísli röltum útí hagann í þokunni sem lá hér yfir og fékk ég góða umsögn á hrossin sem hann sagði að litu út einsog hross á fullri gjöf inni:))) Hann var ánægður með holdafarið á þeim og fékk ég hrós fyrir:)))

Næst komu Magga og Inga til að hrossast svolítið með okkur og hjálpa til við gjöfina á útiganginum.Hulda og Helgi komu í kjölfarið og var skrafað mikið um hross og pælt mikið í því hvaða stóðhesta ætti að nota í sumar.Úrvalið er orðið svo mikið og gott að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi eða við hæfi sinnar merar.Stóðhestaúrvalið var skoðað hér á bæ og var niðurstaða gestanna ótvíræð en sá sem stóð úppúr var hann Askur Stígandasonur (að öðrum ólöstuðum)sem er að blómstra en hann er í eigu Hebba.Hann er svo kurteis hann Askur og prúður foli í mjög fallegum lit,ljósmoldóttur einsog Frosti (frá Heiði) afi sinn.Askur á að fá örfáar hryssur hér fyrir ofan veg í sumar og meira að segja á ein fyrstu verðlauna hryssa pantað undir hann.Svo er bara að krossa fingur og vona að hann verði duglegur að fylja:))

Boggi og Eygló bættust svo við seinnipartinn og þið getið ímyndað ykkur stuðið á okkur hér öll 8 hestakvinnur og kallar allir að tala hvert í kapp við annað um hross og aftur hross!Það var BARA GAMAN.

Næsta dag semsagt á Sunnudeginum fórum við Hebbi austur með hestakerruna og stefnan var tekin í Reiðholtið.En auðvitað gleymdum við múlum og reddaði Hulda á Hellu því í snarhasti.Fórum við í hesthúsið hennar og fundum múla og í leiðinni tókum við út fóðrunina á hrossunum hennar og hittum öll "ömmu og afabörnin" okkar í gerðinu.Vá vá vá........ þau voru sko feit og falleg hrossin hjá þeim."Amma"sá sko ekkert nema Dropa (Hróksson og L-Löpp) og Döggina (Sæsdóttir og Heilladísar) og svo var þarna rautt merfolald afar flott sem sveif um á flottu brokki en hún heitir Sóldögg Hróksdóttir og svo var þarna geysilega fallegt jarpt merfolald frá Akurey sem snerti varla jörðina og var avleg kattliðugt og mjúkt í skrokknum.Hér eru Sóldögg og Dropi Hróksson.Svakalega stór bæði tvö með þvílíka góða lund.

Dögg Sæsdóttir undan Heilladís Galtarnesi.

Næst var stefnan tekin á Reiðholtið og þáðum við kaffi hjá Þórunni Sæma.Ég var pínulítið smeyk um að koma ekki múl á hann Tvist og fór því ein útí hagann en hann kom sjálfur og nánast klæddi sig í múlinn.Auðvitað fékk hann brauð að launum.Mér finns miklu betra að vera ein við þetta þegar að ég er að handsama trippin mín sérstaklega þarsem ekkert aðhald er og ekkert má klikka.Ég er líka yfirleitt ein með þeim heima þegar að ég er að vinna í þeim og þekki þau vel og þau þekkja mig og mín vinnubrögð.Það getur skapast spenna ef að margir eru saman komnir til að hjálpa en það finna hrossin oft og láta sig hverfa.Og það er ekki gott í Reiðholti sem eru BARA 100 hektarar og EKKERT aðhald! Tvistur var ekkert nema elskuleg heitin við kellinguna sína og þegar að hann var komin með múlinn á sig þá rölti hann á eftir mér að hliðinu og kallaði ég í Biskup sem var ekki lengi að hlýða og koma skokkandi á eftir.Svo hjálpaði Hebbi mér að koma þeim um borð í kerruna og það voru ánægðir hestar sem að voru teymdir inní hesthús í Ásgarðinum en mest voru þeir ánægðir að finna saltsteins sem þar hangir fyrir stóðhestana sem hér eru við opið.Ég þarf að fara með salt í Reiðholtið í næstu ferð og setja í saltkassann þeirra.Þokki feitabolla kemur með í næstu ferð og hún Vordís Brúnblesadóttir.Ég ætla að byrja að frumtemja hann Þokka og reyna að tálga eitthvað af spikinu á kauða hehehe.Hann er að springa!

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 397
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 536113
Samtals gestir: 57136
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 20:09:53