Heimasíða Ásgarðs

08.03.2006 22:42

Silfra var pöruð í dag með Opal Rex.Stássa er að fara að gjóta á næstu dögum.Stássa er orðin digur og falleg.Snjóber er byrjuð að reyta sig og gera bæli.

Ég er alveg orðin bloggóð góðir landsmenn nær og fjær.Það er alltaf mikið að ske í Ásgarðinum og veðurblíðan var alveg að fara með mann í dag.Við gáfum útiganginum í dag og var ég alveg að kafna úr hita inní traktornum.Það var lán í óláni að ég braut afturrúðuna úr honum um daginn með miklum hvelli svo að glerbrotunum ringdi yfir mann.Hva......ég er nú einu sinni kona og má alveg gera svona skammarstrik á nokkurra ára fresti:))) Við færðum merarnar yfir í stóra hólfið því að þær skíta svo rosalega mikið af öllu þessu heyi að við ætlum að nota þær sem áburðardreifara þar.Silfri,Askur og Stirnir fóru líka í nýtt hólf og tóku smá sýningu fyrir mig.Ég opnaði hliðið inní hólfið og beið eftir að þeir uppgötvuðu hliðið og þá létu þeir einsog þeir hefðu sloppið þarna inn og ólátuðust sem mest þeir máttu!

Mikið rosalega á ég skemmtilegan og tillitsamann nágranna á næsta bæ.Vitðið hvað hann var að gera í dag?Hann reyndar byrjaði í gær að keyra fleiri fleiri ferðir af blóðvatni frá Skinnfiski og úðaði bévaðri drullunni yfir hagann hjá sér fyrir ofan veg og núna liggur fýlan beint á húsið okkar og við að kafna! Það er svoleiðis fiski ýldupestin hér yfir allt að ég hélt ég myndi æla.Einhvern veginn grunar mig að hrossin hans verði ekki mjög hrifin í vor þegar að þeim verður hleypt inná þetta hólf sem er núna útavaðandi í fiskiýldu.Grasið verður svo sterkt af þessu að ég myndi ekki hleypa mínum skepnum nærri því.En hann um það enda skítt sama um okkur hérna hinumegin því hann sjálfur býr ekki á staðnum.

 

Hrókur að spá hvenær hann fáin að fara til meranna! Hann sá þær í nýja hólfinu og kítlaði afskaplega að fá að tala við þær:))))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 397
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 555
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 536113
Samtals gestir: 57136
Tölur uppfærðar: 13.3.2025 20:09:53