Ég steingleymdi að blogga um hetjudáð andanna hérna um síðustu helgi en á Sunnudaginn þá komu þær kvakandi og blaðrandi heim að húsi og þögnuðu ekki þó að þeim væri gefið brauð.Sátu þær sem fastast við íbúðarhúsið okkar og hreyfðu sig ekki.Datt okkur hjónum í hug að vatnið í tjörninni þeirra væri frosið eða að hundur hefði verið að hrekkja þær sem var ekki ólíklegt miðað við hundaumferðina hérna í gegnum fjöruna okkar um helgar.Fengum við okkur göngutúr niður að tjörn en þar var allt í sómanum,nóg af vatni og nóg af brauði.En skammt frá tjörninni lá brún stór hryssa greinilega afvelta og gat sér enga björg veitt.Gengum við að henni með hjartað í maganum af ótta um að nú væri einhver gestahryssan í slæmum málum.En það kom í ljós að þetta var hryssa frá okkur og engin önnur en hún Halastjarna í öllu sínu veldi.Hafði hún lagt sig í góða veðrinu einsog svo margar hryssur gerðu þennan morgun en svo gat hún ekki staðið upp því að það var smá pínulítil dæld sem hún hafði lagt sig í!Það þurfti ekki mikið til til að reisa hana við en við toguðum aðeins í faxið á henni og þá gat hún brölt upp með erfiðismunum blessunin.Þvílík hlussa sem að þessi skepna er!Ætli maður verði að fara að fá leigðann valtara í beitarhólfin og slétta þau svo að hún leggist ekki aftur svona niður í smá dældir og standi ekki upp aftur?Kannski ég beiti bara golfvöllinn hérna hinumegin við hæðina!Það yrði nefnilega svo vinsælt:)))) En endurnar sýndu það og sönnuðu að þær eru þess verðar að maður passi uppá þær og fargi þeim ekki vegna ótta við Fuglaflensu.Svo er annað...........rak þær einhver heim? Ég yrði svosem ekki hissa á því að Gunnhildur tengdamamma heitin haldi hér verndarhendi yfir bústofninum.Minnsta kosti er hér á sveimi kona sem ég varð vör við í vetur í heimahesthúsinu.Hestarnir urðu varir við hana á undan mér og sá ég hana svífa útum dyrnar og Hrókur elti hana útí rétt en kom svo aftur inn.Ég varð pínu hrædd en jafnaði mig á nokkrum dögum því þetta er ekkert til að vera hræddur við.Ég er ánægð með að einhver er að hjálpa mér með skepnurnar á einn eða annan hátt.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.