Það var ekkert smá stuð á stóðhestefnunum hér á bæ þegar að þeir loksins fengu að spretta almennilega úr spori í stóra nýja hólfinu sem að við vorum að klára.Þeir fóru að á öllum mögulegum gangtegundum og ómögulegum líka.Það vantaði ekki fótlyftuna í Rösk Illingsson og sýndi hann flotta takta.Annað var að segja um útiganginn sem fékk rúllurnar sínar í dag.Þar voru allir miklu meira hægfara og reyndar voru alir sofandi hingað og þangað um hagann frameftir deginum.En hrossin vöknuðu af værum blundi þegar að ég og tíkurnar komu á traktornum og fórum að dreifa rúllunum um allt.Busla sat sem fastast á rúllunum meðan ég keyrði þeim út og hossaði hún stundum næstum af þegar að ég fór af túninu og útí þúfurnar.Það var frekar fyndið að sjá hana halda sér sem fastast með klónum íbyggin á svip.Meira að segja fór hún ekki af þegar að ég slakaði rúllunum af og reisti þær upp heldur prílaði hún bara eftir rúllunni.
Busla dugleg að hjálpa til við útigjöfina.Set inn videóbrot af henni þarsem hún er að hossast með á traktornum.
Hvernig er það með fylfullar merar sem er komin "slagsíða"á? Hvort er hestfolald eða merfoald ef bumban er öll hægra megin?Var mikið að spá í þessu í dag í góða veðrinu.
Halastjarna er öll hægra megin.Fengin við Ögra Glampasyni.

Villimey er öll vinstra megin líka.Fengin við Ögra Glampasyni.
Heilladís er öll hægra megin með sína bumbu.Fengin við Sokkadís er afturámóti pen en hún var sónaskoðuð fylfull við hinum eina og sanna Glym frá Innri-Skeljabrekku og fékk frekar seint fylið í sig.Það verður spennandi að sjá hvaða græja kemur útúr þeirri blöndu!Kannski er kynbótabomba á leiðinni!
|