Heimasíða Ásgarðs

21.02.2006 12:21

Flott hross á Mánagrundinni!

20 Febrúar.
 
Við fórum austur í gær með bílinn okkar hann Black Beauty og Raggi og Hebbi kláruðu að gera við það sem vantaði uppá að hann fengi fulla skoðun.Ég var í pössun hjá Jóhönnu á meðan og undi mér bara vel í vistinni og var heilmikið blaðrað um hin ýmsu mál.Alltaf tilbreyting í því að fara og heimsækja skemmtilegt fólk og tala um heima og geima.Við Hebbi mættum gera meir af því.
 
Jiiii............Ég sá eitt af gömlu "barnabörnunum" mínum í Reiðhöllinni ínná Mánagrund í kvöld.Það var risastór ýkt flottur Brúnblesasonur.Ung stúlka var að prófa hann og þvílíkir taktar í kvikindinu!Flott fótlyfta,mikil yfirferð,tölti sjálfur en brokkaði ef að beðið var um með flottum fótaburði og mikilli mýkt!
Þarna voru sko nokkrir hundaraðkallar á ferð ef ekki millur því folinn er ekki nema tveggja mánaða taminn.
Svo er bara hvað skeður með framhaldið..............þarna gæti verið stórstjarna á ferð á gríns!!!!!!!!
Ekki sko Stórstjarna systir hans hehehe.Hún er bara fylfull útí haga og ekkert að sprikla svona flott hér í Ásgarðinum.
 
Tinna og Hringur mættu í höllina á námskeið hjá Sigga Sig og gekk þeim mjög vel á nýju fínu járningunni.Klárinn virkilega sáttur og einsog hann á að sér að vera.Ekkert nema yndið eitt.Við Tinna erum sko ánægðar.Reyndar var klárinn svolítið þungur á sér enda tekinn beint úr rúllu í morgun en hafði þó daginn til að skíta úr sér það mesta:)))
 
Ég setti ekkert hross út í dag vegna veðurs.Reyndar var gott veður framanaf deginum en ég eyddi honum í Keflvík við að ná í brauð fyrir dýrin á bænum og svo meira segja þreif ég bílinn að utan þannig að hann er orðinn verulega svartur og fínn en ekki grár og gugginn.Kannski tek ég hann í gegn á morgun að innan.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535594
Samtals gestir: 57077
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 20:57:35