Heimasíða Ásgarðs

18.02.2006 23:59

Gröfuvinna og tilhleypingar.

Ný aðferð var prófuð í dag við að gefa útiganginum.Hebbi fór á gröfunni niður í haga og náði efstu túllunum með henni niður af stæðunni og dreifði þeim um hagann.Ég tók plasið af og síðan söfnuðum við því saman og settum í boddýið gamla sem að er notað sem skjól og plastgeymlsa fyrir hrossin.Ekki veit ég hvenær þessir háu herrar geta tekið við plastinu og endurgreitt okkur bændum skattinn sem að Siv Friðleifs skellti á hér um árið.Það gekk nógu hratt fyrir sig en ekki gengur rassgat að koma hlutunum þannig fyrir að maður geti losað sig við plastið og fengið skilagjaldið greitt.
 
Hebbi var ekkert smá duglegur á gröfunni í dag.Eftir gjöfina í hrossin fór hann og dýpkaði andatjörnina okkar svo að blessaðar endurnar geti nú svamla um þessa síðustu metra í fínni tjörn áður en fuglaflensa drepur þær.Á ekki allt fiðrað að drepast í vor annars?Við fáum af og til símhringinar frá fólki sem er að losa sig við íslensku hænurnar sínar og vill að við tökum við þeim.Óttinn er orðinn svo mikill í fólki að hann er að drepa allann fiðurfénað í landinu!
 
Og enn hélt Hebbi minn áfram á gröfunni og næst fór hann uppfyrir stóra hesthús og gróf niður tvo staura og gerði holu fyrir þann þriðja.Mikið agalega verður folalda/titta hólfið flott þegar að það verður tilbúið.Mig hlakkar verulega til að hleypa greyjunum úta grænt nýsprottið grasið þegar að vora tekur og sól hækkar á lofti.
 
Verð að blogga um hana Snjóber kanínu................hún var að beiða í dag og skellti ég Hnoðra á hana! Þau eru bæði hvít Loop með lafandi eru og gaman verður að sjá hversu margir af ungunum fella eyrun.Pörun hefur gengið vel og er ég búin að para hátt í 10 læður en sumar af þeim eru að fara til nýrra eigenda.Fínt að þær fari með unga í sér svo að ég geti seinna meir sótt mér gæðadýr ef að mig skildi vanta á mitt bú:)))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535594
Samtals gestir: 57077
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 20:57:35