Heimasíða Ásgarðs

15.02.2006 23:56

Er að breytast í frosk eða eitthvað!

Kannski var ég ekkert lasin eða þá með skrópusýki sem er nú reyndar ekki líklegt því mér finnst afar gaman í vinnunni minni sem eru bændastörfin hér á bæ.Þá er það hitt,kannski er ég stíga mín fyrstu spor á breytingarskeiði kvenna.Vildi nú miklu frekar að ég færi á breytingartölt og þá á breytingaryfirferðatölt með háum fótaburði:)) Ég sé mig alveg í anda töltandi hér um túnin kófsveitt og vitlaus með Hebba á eftir mér að reyna að róa mig niður hehehehe.Verða ekki konur annars eitthvað æstari í skapinu á meðan á þessu stendur?Gott að maður er geðgóður fyrir.

Jæja þá.......ég var að fá gullfallegt merfolald í kvöld frá Jóel vini mínum og er það undan Smárasyninum Nökkva frá Kjalarlandi sem að Siggi Ragnars var að eignast í haust.Það verður spennandi að vita hvað hún Feilstjarna Nökkvadóttir gerir í framtíðinni en ætlunin er að gelda hana ekki.Hahahahahahaha...........Þarna náði ég ykkur! En án gríns þá vonar maður að það leynist kynbótahryssa í þessu merfolaldi og hægt verði að sýna hana í framíðinni.Nógu er hún falleg byggingarlega séð og lofthá og bollétt.

Af Orku og Hring er það að frétta að þau eru á góðri leið með að ná góðum bata.Hringur svosem jafnaði sig strax eftir sjúkrajárninguna og er búinn að vera í dekri hér heima en nú er alvaran að byrja aftur og fer hann fljótlega aftur í vinnuna sína inná Mánagrund til Tinnu og Jóns Steinars tamningarmansins míns.Tinna stefnir með Hring á úrtökuna fyrir Landsmót og er byrjuð á námskeiði hjá Sigga Sig.Vonandi að allt gangi upp og klárinn standi sig með hana og verði okkur til sóma.Þau eru svo flott par saman hún og Hringur.

Ég bara man varla hvað ég er búin að vera að bardúsa síðstu daga nema auðvitað að láta stinga mig með nálum og sjúgja úr mér blóð fyrir hinar og þessar rannsóknir.Svo vældi maður heil ósköpin öll í voðalega sætum og góðum lækni sem vildi allt fyrir mann gera.Þess á milli sat maður inni í hitakófi og leit ég stundum út í andlitinu einsog Kalkúnn á fengitímanum,eldrauð með hitastrókinn uppúr hausnum! Hvað er að ske eiginlega stelpur? Og strákar.........jafnrétti milli kynja hehehe:)))

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 245
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 535594
Samtals gestir: 57077
Tölur uppfærðar: 12.3.2025 20:57:35